Beiðni um upplýsingar um heimilslaust fólk og fólk í húsnæðishraki

Málsnúmer 202101073

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 247. fundur - 09.02.2021

Tekið fyrir erindi frá Hagstofu Íslands dags. 12.01.2021 þar sem óskað er eftir upplýsingum um heimilislaust fólk og fólk í húsnæðishraki. Í bréfinu kemur fram að Hagstofan framkvæmi manntal og húsnæðistal hinn 1. janúar ár hvert og er það byggt á skrám í vörslu opinberra aðila. Þar sem heimilislausir eru ekki skráðir í miðlægar stjórnsýsluskrár er hætta á að sá hópur verði útundan. Óskað er eftir upplýsingum um heimilislausa á starfssvæði félagsþjónustunnar.
Félagsmálaráð felur starfsmönnum félagsmálasviðs að svara erindinu.