Frá HSN; Húsaleigusamningur vegna líkhúss

Málsnúmer 201812102

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 892. fundur - 10.01.2019

Tekinn fyrir tillaga að endurnýjun húsaleigusamnings frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands við Dalvíkurbyggð um leigu á 18 fm aðstöðu að Hólavegi 6 vegna reksturs líkhúss.


Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga um ofangreint.

Byggðaráð - 893. fundur - 17.01.2019

Á 892. fundi byggðaráðs þann 10. janúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir tillaga að endurnýjun húsaleigusamnings frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands við Dalvíkurbyggð um leigu á 18 fm aðstöðu að Hólavegi 6 vegna reksturs líkhúss. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga um ofangreint."

Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað á milli funda.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leggja til við HSN breytingar á ofangreindum samningsdrögum hvað varðar m.a. leigutíma, uppsagnarákvæði, þrif.

Byggðaráð - 894. fundur - 24.01.2019

Á 893. fundi byggðaráðs þann 17. janúar 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað:

"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leggja til við HSN breytingar á ofangreindum samningsdrögum hvað varðar m.a. leigutíma, uppsagnarákvæði, þrif. "

Sveitarstjóri gerði grein fyrir framvindu málsins á milli funda.

Frestað til næsta fundar.

Byggðaráð - 895. fundur - 07.02.2019

Á 894. fundi byggðaráðs þann 24. janúar 2019 var eftirfarandi bókað:
"Á 893. fundi byggðaráðs þann 17. janúar 2019 var meðal annars eftirfarandi bókað: "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leggja til við HSN breytingar á ofangreindum samningsdrögum hvað varðar m.a. leigutíma, uppsagnarákvæði, þrif. " Sveitarstjóri gerði grein fyrir framvindu málsins á milli funda.
Frestað til næsta fundar."

Samkvæmt rafpósti frá framkvæmdastjóra fjármála- og stoðþjónustu HSN, dagsettur þann 25. janúar 2019, hefur verið ákveðið að HSN innheimtir ekki fyrir þessa þjónustu til samræmis við aðra staði og málið verði skoðað í heild sinni. Frá og með 1. febrúar þá fellur leigusamningurinn út gildi og HSN hættir innheimtu samkvæmt honum.
Lagt fram til kynningar.