Frá Slysavarnardeildinni Dalvík; Beiðni um styrk

Málsnúmer 201804107

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 866. fundur - 03.05.2018

Tekið fyrir erindi frá Slysavarnardeildinni Dalvík, bréf dagsett þann 24. apríl 2018, þar sem formaður óskar eftir styrk til að senda 3 stjórnarmenn deildarinnar á heimaráðsstefnu slysavarna með Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem haldin verður í Bangkok 5. - 7. nóvember 2018. Inntak ráðstefnunnar er ofbeldi, áverkar og öryggi.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá forsvarsmenn Slysavarnardeildarinnar Dalvík á fund.

Byggðaráð - 875. fundur - 30.08.2018

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hólmfríður Gísladóttir fyrir hönd Slysavarnardeildarinnar á Dalvík, kl. 9:15.

Á 866. fundi byggðaráðs þann 3. maí 2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Slysavarnardeildinni Dalvík, bréf dagsett þann 24. apríl 2018, þar sem formaður óskar eftir styrk til að senda 3 stjórnarmenn deildarinnar á heimaráðsstefnu slysavarna með Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem haldin verður í Bangkok 5. - 7. nóvember 2018. Inntak ráðstefnunnar er ofbeldi, áverkar og öryggi. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá forsvarsmenn Slysavarnardeildarinnar Dalvík á fund. "

Til umræðu ofangreint.

Hólmfríður vék af fundi kl. 09:32.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum styrk að upphæð kr. 132.000 á móti ráðstefnugjaldi fyrir 2 þátttakendur, vísað á málaflokk 07 á fjárhagsáætlun 2018. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 26 að upphæð kr. 132.0000 og lækkun á handbæru fé á móti.

Byggðaráð hvetur Slysavarnardeildina á Dalvík að halda í framhaldinu fyrirlestur um forvarnir fyrir samfélagið og kynna starfssemi deildarinnar.