Styrkumsókn vegna ársþings UMSE

Málsnúmer 201612119

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 85. fundur - 05.01.2017

Tekin fyrir styrkumsókn frá Ungmennasambandi Eyjafjarðar (UMSE). Óskar UMSE eftir styrk vegna ársþings UMSE sem haldið verður í Dalvíkurbyggð árið 2017. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með 5 atvkæðum að leggja til við Byggðaráð að UMSE verði styrkt sem nemur húsaleigu í Árskógi.

Íþrótta- og æskulýðsráð telur mikilvægt að allar styrkumsóknir berist að hausti ár hver, þegar Dalvíkurbyggð auglýsir eftir styrkumsóknum svo hægt verði að gera ráð fyrir þeim við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert.

Byggðaráð - 808. fundur - 19.01.2017

Á 85. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 5. janúar 2017 var eftirfarandi bókað:

"Tekin fyrir styrkumsókn frá Ungmennasambandi Eyjafjarðar (UMSE). Óskar UMSE eftir styrk vegna ársþings UMSE sem haldið verður í Dalvíkurbyggð árið 2017. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með 5 atvkæðum að leggja til við Byggðaráð að UMSE verði styrkt sem nemur húsaleigu í Árskógi. Íþrótta- og æskulýðsráð telur mikilvægt að allar styrkumsóknir berist að hausti ár hver, þegar Dalvíkurbyggð auglýsir eftir styrkumsóknum svo hægt verði að gera ráð fyrir þeim við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert."



Samkvæmt upplýsingum frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa þá er húsaleigan kr. 15.500.



Til umræða ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita UMSE styrk á móti húsaleigu kr. 15.000, tekjur bókaðar á deild 06530 og styrkur á móti á sömu deild.