Frá Ríkiskaupum; Breytt fyrirkomulag vegna innheimtu á umsýsluþóknun í rammasamningum ríkisins- Dreifibréf til sveitarfélaga

Málsnúmer 201701057

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 808. fundur - 19.01.2017

Tekið fyrir dreifibréf frá Ríkiskaupum sem barst í rafpósti þann 16. janúar 2017 sem er tilkynning til opinberra aðila um fyrirkomulag opinberra innkaupa vegna aðildar að rammasamningum Ríkiskaupa. Allir opinberir aðilar sem nýtt hafa rammasamninga ríkisins eru áfram sjálfkrafa aðilar að þeim samningum. Í ársbyrjun senda Ríkiskaup tilkynningu um fyrirhuguð rammasamningsútboð á komandi ári. Þær stofnanir sem óska sérstaklega eftir að vera ekki aðilar að nýjum samningum vinsamlaga látið Ríkiskaup vita eigi síðar en 15. febrúar 2017.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð haldi áfram aðild að rammasamningum Ríkiskaupa.