Frá Jóhanni Ólafi Sveinbjarnarsyni; 45. Ólympíukeppni í stærðfræði; beiðni um stuðning.

Málsnúmer 201404118

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 696. fundur - 30.04.2014

Tekið fyrir erindi frá Jóhanni Ólafi Sveinbjarnarsyni, rafpóstur dagsettur þann 22. april 2014, þar sem fram kemur að Jóhann Ólafur hefur verið valinn til að taka þátt í Ólympíukeppni í stærðfræði sem fram fer í Höfðaborg í sumar. Óskað er styrk vegna þátttöku í undirbúningi og keppni til að koma á móts við launamissir í 6-8 vikur yfir sumarið.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum styrk að upphæð kr. 250.000 til að koma á móts við vinnutap yfir sumarið.

Vísað á deild 06-80; afreksmannasjóð. Skoðað verði síðar hvort þörf verði á viðauka vegna þessa.