Frá sveitarstjóra; drög að samningi við Náttúrusetrið á Húsabakka ses.

Málsnúmer 201404011

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 249. fundur - 02.04.2014

Til kynningar drög að samningi við Náttúrusetrið á Húsabakka ses.
Umhverfisráð hefur kynnt sér drögin og tekjur jákvætt í málið.

Byggðaráð - 694. fundur - 03.04.2014

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi drög að samkomulagi á milli Dalvíkurbyggðar og Náttúrseturs að Húsabakka um Friðland Svarfdæla.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 696. fundur - 30.04.2014

Á 694. fundi byggðarráðs þann 3. apríl 2014 var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði byggðarráðs fylgdu drög að samkomulagi á milli Dalvíkurbyggðar og Náttúrseturs að Húsabakka um Friðland Svarfdæla. Lagt fram til kynningar.

Samkvæmt samningi við Umhverfisstofnun við Dalvíkurbyggð um umsjón og rekstur Friðlands Svarfdæla, dagsett þann 21. febrúar 2014, er Dalvíkurbyggð falin nokkur verkefni og ábyrgð. Með samningi Dalvíkurbyggðar við Náttúrusetur að Húsabakka um Friðland Svarfdæla tekur Náttúrusetrið við þessum verkefnum ásamt nokkrum til viðbótar.

Dalvíkurbyggð greiðir Náttúrusetrinu árlega kr. 2.000.000 vegna þeirra verkþátta sem koma fram í samningsdrögunum. Gert er ráð fyrir að samningurinn verði endurskoðaður eftir tvö ár og þá metið hvernig til hefur tekist.
Byggðarráð samþykkir með 2 atkvæðum ofangreindan samning eins og hann liggur fyrir með styrk að upphæð kr. 2.000.000, Óskar Óskarsson situr hjá.
Byggðarráð samþykkir með 2 atkvæðum viðauka að upphæð kr. 2.000.000 við málaflokk 11, Óskar Óskarsson situr hjá.