Byggðaráð

693. fundur 20. mars 2014 kl. 08:15 - 11:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Ingi Valsson Varamaður
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármál- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Óskar Óskarsson boðaði forföll og varamaður hans, Krstinn Ingi Valsson, mætti í hans stað.

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201401137Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs Jón Steingrímur Sæmundsson, launafulltrúi, Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs og Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 8:15.

Kristinn Ingi Valsson kom á fundinn undir þessum lið kl. 8:38.

Launafulltrúi ásamt sviðsstjórum félagsmálasviðs, fræðslu- og menningarsviðs og fjármála- og stjórnsýslusviðs unnu að úrvinnslu og samantekt fyrir byggðarráð.

Í aðgerðaáætlun með Mannréttindastefnu Dalvíkurbyggðar er kveðið á um að byggðarráð, í samvinnu við launafulltrúa, skuli gera úrtakskönnun á launum starfsmanna í sambærilegum störfum til að greina hvort um kynbundinn launamun sé að ræða.

Launafulltrúi gerði grein fyrir niðurstöðum úr könnuninni. Megin niðurstaðan er að ekki er um kynbundinn launamun að ræða hjá Dalvíkurbyggð. Fram komu nokkrar ábendingar um atriði sem vert er að skoða nánar ef markmiðið er að sækja um Jafnlaunavottun.

Jón, Eyrún og Hildur Ösp viku af fundi kl.09:00.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela vinnuhópnum að taka saman hvað þarf að vinna og setja í ferli með því markmiði að sækja um Jafnlaunavottun.

2.Frá Gásakaupstað ses.; Aðalfundarboð 2014.

Málsnúmer 201403078Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Gásakaupstað ses, dagsett þann 11. mars 2014, þar sem boðað er til aðalfundar fimmtudaginn 27. mars 2014 kl. 12:00 á Akureyri.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fulltrúi Dalvíkurbyggðar í stjórn Hildur Ösp Gylfadóttir sitji fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

3.Frá 257. fundi sveitarstjórnar; Frá Gásakaupstað; Ósk um stjórnarmann í stjórn Gásakaupstaðar ses.

Málsnúmer 201403079Vakta málsnúmer

Á 257. fundi sveitarstjórnar þann 18. mars 2014 var eftirfarandi erindi frá Gásakaupstað ses. vísað til byggðarráðs til umfjöllunar og fullnaðarafgreiðslu:

Tekið fyrir erindi frá Gásakaupstað ses., bréf dagsett þann 7. mars 2014, þar sem óskað er eftir að Dalvíkurbyggð tilefni nýjan fulltrúa í stjórn félagsins en núverandi fulltrúi, Hildur Ösp Gylfadóttir, hefur tilkynnt að hún láti af stjórnarsetu frá og með aðalfundi félagsins þann 27. mars n.k.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tilnefna ekki fulltrúa í stjórn Gásakaupstaðar ses fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

4.Frá Jöfnunarsjóði; Áætluð kostnaðarhlutdeild Jöfnunarsjóðs vegna almennra húsaleigubóta 2014.

Málsnúmer 201402074Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagett þann 13. febrúar 2014, þar sem gert er grein fyrir stöðu mála hvað varðar innleiðingu á nýju húsaleigubótakerfi og greiðsluflæði til sveitarfélaganna. Fram kemur að áætluð kostnaðarhlutdeild Jöfnunarsjóðs vegna almennra húsaleigubóta árið 2014 er 64%.
Lagt fram til kynningar.

5.Frá Jóhanni Ólafssyni; Lúpína og kerfill.

Málsnúmer 201403037Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Valur Þór Hilmarsson, umhverfisstjóri, og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 9:40.

Tekið fyrir erindi frá Jóhanni Ólafssyni, dagsett þann 4. mars 2013, er varðar viðbrögð Dalvíkurbyggðar við útbreiðslu lúpínu og kerfils i sveitarfélaginu.

Valur vék af fundi kl. 10:01.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela umhverfisstjóra að leggja fyrir aðgerðaáætlun hvað varðar heftingu á útbreiðslu lúpínu, kerfils og njóla.

6.Frá 257. fundi sveitarstjórnar; Umsókn um stöðuleyfi fyrir hjólhýsi við Höfða lóð, landnr. 151842.

Málsnúmer 201403016Vakta málsnúmer

Á 257. fundi sveitarstjórnar þann 18. mars 2014 var eftirfarandi máli frá 248. fundi umhverfisráðs frá 5. mars 2014 vísað til byggðarráðs til umfjöllunar og fullnaðarafgreiðslu:

Sigurður Jónsson kt. 150941-3429 og Zohonías Antonsson kt. 220546-2769 óska eftir stöðuleyfi fyrir hjólhýsi samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð felst á að veita stöðuleyfi fyrir hjólhýsið til fimm ára, og leggur áherslu á að gjaldtaka verði í samræmi við sambærilega starfsemi.

Börkur Þór gerði grein fyrir forsendum umhverfisráðs hvað varðar veitt stöðuleyfi.

a) Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að þrátt fyrir bókun og afgreiðslu umhverfisráðs þá veitir byggðarráð stöðuleyfi í 12 mánuði og umsókn um stöðuleyfi beri þá að endurnýja að nýju áður en heimildin rennur út.
b) Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að gera drög að reglum sem tekur á veitingu stöðuleyfa vegna atvinnustarfsemi.

7.Frá framkvæmdastjórn; Styrktarsjóður EBÍ 2014.

Málsnúmer 201402049Vakta málsnúmer

Á 691. fundi byggðarráðs þann 20. febrúar 2014 var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 4. febrúar 2014, þar sem fram kemur að umsóknarfrestur í styrktarstjóð EBÍ er til lok apríl n.k. Hvert sveitarfélag getur aðeins sent inn eina umsókn og skulu umsóknir vera vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til framkvæmdarstjórnar til skoðunar.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi bréf frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs þar sem fram kemur tillaga framkvæmdastjórnar um að sækja um styrk vegna endurbyggingar á Tungurétt sem er áætlað að ljúki árið 2014.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu framkvæmdastjórnar að sækja um styrk vegna Tunguréttar.

8.Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisivðs; Beiðni um viðauka vegna samnings um slátt á opnum svæðum.

Málsnúmer 201403163Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 13.mars 2014, þar sem fram kemur að við yfirferð vegna ársreiknings 2013 kom í ljós að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2014 hafa rangar upphæðir legið til grundavallar fyrir slátt og hirðingu opina svæða.
Upphæðin sem notuð var kr. 4.892.000 varð í raun 5.386.080 eins og kemur fram í samningi sem reyndar var undirritaður 19. mars 2013.
Vegna þessa er óskað eftir viðauka á 11-41-4969 að upphæð kr. 524.000.

Börkur Þór vék af fundi kl. 10:49.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu hvað varðar beiðni um viðauka og það verði skoðað þegar lengra er liðið á árið hvort svigrúm sé innan ramma málaflokksins að mæta þessari beiðni.

9.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201209004Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.
Valdís Guðbrandsdóttir vék af fundi undir þessum lið kl. 11:00 til annarra starfa.

10.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; 813. fundur stjórnar.

Málsnúmer 201402022Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 813. fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Ingi Valsson Varamaður
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármál- og stjórnsýslusviðs