Frá Jöfnunarsjóði; Áætluð kostnaðarhlutdeild Jöfnunarsjóðs vegna almennra húsaleigubóta 2014.

Málsnúmer 201402074

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 693. fundur - 20.03.2014

Tekið fyrir bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagett þann 13. febrúar 2014, þar sem gert er grein fyrir stöðu mála hvað varðar innleiðingu á nýju húsaleigubótakerfi og greiðsluflæði til sveitarfélaganna. Fram kemur að áætluð kostnaðarhlutdeild Jöfnunarsjóðs vegna almennra húsaleigubóta árið 2014 er 64%.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 178. fundur - 12.05.2014

Félagsmálastjóri lagði fram bréf frá Innanríkisráðuneytinu sem barst dags. 21. febrúar 2014 um nýja reglugerð nr 1205/2012 um breytingu á reglugerð velferðarráðuneytisins um húsaleigubætur nr. 118/2003 með síðari breytingum. Með breytingunni á reglugerðinni, sem einkum nær til tekjuskerðingarmarka, tekjuskerðingarhlutfalls og grunnfjárhæðar bótanna voru stigin fyrstu skrefin í átt að nýju húsnæðisbótakerfi sem stendur til að innleiða í áföngum.
Lagt fram til kynningar.