Frá Jóhanni Ólafssyni; Lúpína og kerfill.

Málsnúmer 201403037

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 693. fundur - 20.03.2014

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Valur Þór Hilmarsson, umhverfisstjóri, og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 9:40.

Tekið fyrir erindi frá Jóhanni Ólafssyni, dagsett þann 4. mars 2013, er varðar viðbrögð Dalvíkurbyggðar við útbreiðslu lúpínu og kerfils i sveitarfélaginu.

Valur vék af fundi kl. 10:01.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela umhverfisstjóra að leggja fyrir aðgerðaáætlun hvað varðar heftingu á útbreiðslu lúpínu, kerfils og njóla.

Byggðaráð - 738. fundur - 18.06.2015

Á 693. fundi byggðaráðs þann 20. mars 2014 samþykkti byggðaráð að fela umhverfisstjóra að leggja fyrir aðgerðaráætlun hvað varðar heftingu á útbreiðslu á lúpínu, kerfils og njóla.



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi aðgerðaáætlun umhverfisstjóra en reiknað er með að verkefnið taki um fimm ár. Þá verði sveitarfélagið kortlagt að nýju og gerð aðgerðaráætlun í kjölfarið. Fram kemur að landeigendum verður kynnt þessi aðgerðaráætlun bæði á fundum og með bréfpósti þar sem farið varður fram á samstarf þeirra í þessu átaksverkefni.
Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum að óska eftir kostnaðaráætlun og að skýrt liggi fyrir hver aðkoma Dalvíkurbyggðar á að vera.

Byggðaráð óskar eftir að umhverfisstjóri komi á fund byggðaráðs í aðdraganda vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2016-2019.

Byggðaráð - 748. fundur - 01.10.2015

Á 738. fundi byggðaráðs þann 18. júní 2015 var eftirfarandi bókað:

"Á 693. fundi byggðaráðs þann 20. mars 2014 samþykkti byggðaráð að fela umhverfisstjóra að leggja fyrir aðgerðaráætlun hvað varðar heftingu á útbreiðslu á lúpínu, kerfils og njóla. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi aðgerðaáætlun umhverfisstjóra en reiknað er með að verkefnið taki um fimm ár. Þá verði sveitarfélagið kortlagt að nýju og gerð aðgerðaráætlun í kjölfarið. Fram kemur að landeigendum verður kynnt þessi aðgerðaráætlun bæði á fundum og með bréfpósti þar sem farið varður fram á samstarf þeirra í þessu átaksverkefni.

Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum að óska eftir kostnaðaráætlun og að skýrt liggi fyrir hver aðkoma Dalvíkurbyggðar á að vera. Byggðaráð óskar eftir að umhverfisstjóri komi á fund byggðaráðs í aðdraganda vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2016-2019. "



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi aðgerðaráætlun umhverfistjóra um eyðingu illgresis ásamt kostnaðaráætlun, sbr. mál 201508092 hér að ofan.



Til umræðu ofangreint.



Valur Þór vék af fundi kl. 15:35.
Lagt fram til kynningar.