Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisivðs; Beiðni um viðauka vegna samnings um slátt á opnum svæðum.

Málsnúmer 201403163

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 693. fundur - 20.03.2014

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 13.mars 2014, þar sem fram kemur að við yfirferð vegna ársreiknings 2013 kom í ljós að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2014 hafa rangar upphæðir legið til grundavallar fyrir slátt og hirðingu opina svæða.
Upphæðin sem notuð var kr. 4.892.000 varð í raun 5.386.080 eins og kemur fram í samningi sem reyndar var undirritaður 19. mars 2013.
Vegna þessa er óskað eftir viðauka á 11-41-4969 að upphæð kr. 524.000.

Börkur Þór vék af fundi kl. 10:49.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu hvað varðar beiðni um viðauka og það verði skoðað þegar lengra er liðið á árið hvort svigrúm sé innan ramma málaflokksins að mæta þessari beiðni.