Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Stöðumat stjórnenda janúar - mars 2016.

Málsnúmer 201604063

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 776. fundur - 12.05.2016

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti skil og mat stjórnenda Dalvíkurbyggðar hvað varðar mat á stöðu bókhalds í samanburði við fjárhagsáætlun 2016, janúar - mars.Heilt yfir eru græn ljós en gul ljós eru við fjárhagsaðstoð, veikindalaun í leikskólum og Dalvíkurskóla, lífeyrisskuldbindingu, rautt ljós við snjómokstur þar sem framlag vegna snjómoksturs fyrir árið er uppurið.Gera þarf viðauka við fjárhagsáætlun 2016 vegna launaáætlunar þar sem nýir kjarasamningar liggja fyrir að mestu.
Lagt fram til kynningar.