Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Uppbygging ferðamannastaða

Málsnúmer 201605072

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 776. fundur - 12.05.2016

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 2. maí 2016, þar sem fram kemur að Samband íslenskra sveitarfélaga og Stjórnstöð ferðamála hafa komist að samkomulagi um að sambandið vinni að því, í samvinnu við umhverfis- og auðlindaráðuneytið og verkefnisstjórn, sem skipuð verður á grundvelli laga um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, að tryggja yfirsýn um ástand og uppbyggingarþörf á ferðamannastöðum um land allt.



Til að samstarfið milli sambandsins og sveitarfélaga gangi sem best er þess óskað að hvert sveitarfélag tilnefni tengilið sem taki að sér að safna saman upplýsingum fyrir þessa áætlanagerð.



Fram kemur að sambandið hefur ráðið sérfræðing, Örn Þór Halldórsson, arkitekt, til að sinna verkefninu af þess hálfu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, verði tengiliður Dalvíkurbyggðar í þessu verkefni.