Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og umhverfisstjóra; Átaksverkefni á opnum svæðum 2016

Málsnúmer 201605075

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 776. fundur - 12.05.2016

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og umhverfisstjóra, dagsett þann 10. maí 2016, þar sem óskað er eftir að ráða Jón Arnar Sverrison, garðyrkjufræðing, tímabundið til starfa í sumar, allt að þrjá mánuði, vegna átaksverkefnis á opnum svæðum.Áætlaður kostnaður er um 1,6 m.kr. Fram kemur að svigrúm er á lið 11410-4396 til að mæta þessum kostnaði.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi.