Frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu; Styrkur vegna námsupplýsingakerfis.

Málsnúmer 201412049

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 720. fundur - 11.12.2014

Tekið fyrir bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dagsett þann 25. nóvember 2014, þar sem upplýst er að mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ákveðið að styrkja sveitarfélög og aðra rekstraraðila grunnskóla í landinum til að taka upp námsupplýsingakerfi er styður við innleiðingu nýrrar aðalnámskrar í grunnskólum landsins.
Upplýst er um eftirfarandi:
Styrkur til Árskógarskóla kr. 120.000.
Styrkur til Dalvíkurskóka kr. 190.000.

Meðfylgjandi er einnig kröfulýsing ráðuneytisins í tengslum við hugbúnaðinn.

Lagt fram og vísað til fræðsluráðs.

Fræðsluráð - 188. fundur - 14.01.2015

Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri upplýsti um styrk frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu vegna notkunar námsupplýsingakerfis. Bæði Árskógarskóli og Dalvíkurskóli hlutu slíkan styrk í árslok 2014.