Byggðaráð

668. fundur 11. júlí 2013 kl. 08:15 - 12:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Björn Snorrason Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Heiða Hringsdóttir Varamaður
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusvið.
Dagskrá

1.Gámamál; stöðuleyfi og innheimta.

Málsnúmer 201307025Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs.

Til umræðu staða mála hvað varðar stöðuleyfi fyrir gáma og innheimta á gjöldum vegna þess.

Á 227. fundi umhverfisráð þann 13. júní 2012 var samþykkt gjaldskrá fyrir stöðuleyfi gáma og var gjaldskráin staðfest á 237. fundi bæjarstjórnar þann 19. júní 2012 og tók gjaldskráin gildi 1. júlí 2012.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi gjaldskráin ásamt lista yfir gámaeigendur sem unninn var af garðyrkjustjóra í desember 2012. Yfirlitið er ekki tæmandi.

Til umræðu framkvæmdin á ofangreindu, m.a. hvað varðar að finna eigendur að öllum gámum í sveitarfélaginu sem og hefja innheimtu.

Björn Snorrason kom á fundinn undir þessum lið kl. 8:26.

2.Lóðir og landvinningar verktaka.

Málsnúmer 201307026Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir málum er varðar lóðir og landvinninga umfram lóðarmörk.

Börkur Þór vék af fundi kl.08:49.

3.Frá menningarráði; Stefnumótun í menningarmálum fyrir sveitarfélög á starfssvæði Eyþings.

Málsnúmer 1206078Vakta málsnúmer

Á 667. fundi byggðarráðs þann 27. júní 2013 var eftirfarandi bókað:
Á 38. fundi menningarráðs þann 30. maí 2013 var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði fylgdu drög að stefnumótun í menningarmálum á starfssvæði Eyþings sem unnin er af menningaráði Eyþings. Stefnan er hluti af svæðisbundinni sóknaráætlun 20/20.


Menningarráð gerir ekki athugasemdir en óskar eftir að byggðaráð taki stefnuna til umfjöllunar sér í lagi sjöunda lið stefnunnar.

Ofangreint til umræðu á fundi byggðarráðs.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu til næsta fundar þannig að tækifæri gefist til að fara yfir fjárhagshliðar málsins.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi tillaga sveitarstjóra að afgreiðslubókun byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu sveitarstjóra eins og hún liggur fyrir.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201212036Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 10:00.

Hildur Ösp vék af fundi kl. 11:00
Bókað í trúnaðarmálabók.

5.Frá Veiðifélagi Svarfaðardalsár; Aðalfundur 2013.

Málsnúmer 201307018Vakta málsnúmer

Tekið fyrir aðalfundarboð, ódagsett, þar sem boðað er til aðalfundar Veiðifélags Svarfaðardalsár að Rimum miðvikudaginn 17. júlí n.k. kl. 20:30.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Birni Snorrasyni að sækja fundinn og fara með umboð Dalvíkurbyggðar.

6.Frá Greiðri leið ehf.; Boðsbréf vegna viðhafnarsprengingar.

Málsnúmer 201307015Vakta málsnúmer

Tekið fyrir boðsbréf frá stjórn Vaðlaheiðarganga hf., þar sem fulltrúa frá Dalvíkurbyggð er boðið að vera viðstaddur viðhafnarspreningu fyrir Vaðlaheiðargöngum föstudaginn 12. júlí 2013.




Upplýst var á fundinum að forseti sveitarstjórnar muni líklega verða viðstaddur fyrir hönd Dalvíkurbyggðar en til vara mætir þá Heiða Hringsdóttir.

7.Frá Siglingastofnun Íslands; Stofnun Samgöngustofu.

Málsnúmer 201306073Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Siglingastofnun, ódagsett, þar sem fram koma upplýsingar um stofnun Samgöngustofu á grundvelli laga nr. 119/2012 með síðari breytingum sem tóku gildi 1. júlí s.l. Samgöngustofa tekur við stjórnsýsluverkefnum Siglningarstofnunar Íslands, Vegagerðarinnar, verkefnum Flugmálastjórnar Íslands og Umferðarstofu. Vegagerðin tekur við framkvæmdarverkefnum Siglingastofnunar þannig að Siglingastofnun var lögð niður 30. júní s.l.
Lagt fram.

8.Fulltrúi Dalvíkurbyggðar í umsjónarnefnd með Friðlandi Svarfdæla; tilnefning.

Málsnúmer 201307024Vakta málsnúmer

Á 667. fundi byggðarráðs var samþykkt ósk Helgu Írisar Ingólfsdóttur um lausn frá störfum sem fulltrúi Dalvíkurbyggðar í umsjónarnefnd með Friðlandi Svarfdæla.

Á fundi byggðarráðs lagði sveitarstjóri fram tillögu um að Helga Björt Möller verði fulltrúi Dalvíkurbyggðar í nefndinni.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillöguna.

9.Frá innanríkisráðuneytinu; Samningur við Bergmenn ehf. um þyrluskíðamennsku.

Málsnúmer 201307019Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá innanríkisráðuneytinu, bréf dagsett þann 3. júlí 2013, þar sem ráðuneytið óskar eftir að sveitarfélagið láti ráðuneytinu í té afrit þeirra samninga sem gerðir voru við Bergmenn ehf. um þyrluskíðamennsku sem og afrit annarra gagna er þá varða. Þá óskast upplýst hver aðdragandi að gerð samninganna var og jafnframt hvort og þá hvaða takmarkanir á rétti annarra til umferðar um viðkomandi landsvæði felist i samningunum að mati sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að svara ofangreindu erindi og láta ráðuneytinu í té umbeðin gögn.

10.Frá Fréttablaðinu; fyrirspurn til sveitarfélaga um öll samsæti frá október 2008 til júlí 2013.

Málsnúmer 201307029Vakta málsnúmer

Tekið fyrir fyrirspurn frá blaðamanni á Fréttablaðinu, dagsett þann 5. júlí 2013, sem send var öllu sveitarfélögum, þar sem óskað er eftir gögnum um öll samsæti sem haldin hafa verið með kostnaðarþáttöku frá sveitarfélaginu á tímabilinu 8. október 2008 til 5. júlí 2013. Óskað er eftir sundurliðuðum upplýsingum þar sem kemur fram tilefni, tímasetning og vettvangur viðburðar, skrá yfir gesti, yfirlit yfir veitingar og kostnað eftir hverjum lið.

Á fundi byggðarráðs var kynnt tillaga að svari við fyrirspurninni.








Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum þá tillögu sem lögð var fram að svari.

11.Reglur um götusölu og markaði; gjaldtaka vegna markaðar á Fiskidaginn mikla.

Málsnúmer 201306078Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu gildandi reglur Dalvíkurbyggðar um götusölu og markaði sem staðfest var 29. júlí 2011. Á 589. fundi bæjarráðs þann 29. júlí 2011 var jafnframt samþykkt leyfisgjald að upphæð kr. 2.000.

Taka þarf ákvörðun um gjaldtöku vegna útimarkaðar á Fiskidaginn mikla fyrir árið 2013 en árið 2012 var gjaldið óbreytt eða kr. 2.000.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að gjaldið 2013 verði kr. 5.000.

12.Frá sveitarstjóra; Íbúðir í Dalvíkurbyggð; minnisblað.

Málsnúmer 201307030Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað sveitarstjóra, dagsett þan 27. júní 2013, er varðar fund með Ágústi Kr. Björnssyni, sviðsstjóra eignasvið Íbúðalánasjóðs, en Ágúst Kr. kom miðvikudaginn 26. júní s.l. í heimsókn eftir að hafa verið í sambandi við sveitarstjóra um stöðu íbúða sjóðsins í sveitarfélaginu. Umsjónarmaður fasteigna sat fund með honum ásamt sveitarstjóra.
Lagt fram.

13.Fræðsluráð - 174

14.Umhverfisráð - 240

Fundi slitið - kl. 12:00.

Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Björn Snorrason Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Heiða Hringsdóttir Varamaður
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusvið.