Frá innanríkisráðuneytinu; Samningur við Bergmenn ehf. um þyrluskíðamennsku.

Málsnúmer 201307019

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 668. fundur - 11.07.2013

Tekið fyrir erindi frá innanríkisráðuneytinu, bréf dagsett þann 3. júlí 2013, þar sem ráðuneytið óskar eftir að sveitarfélagið láti ráðuneytinu í té afrit þeirra samninga sem gerðir voru við Bergmenn ehf. um þyrluskíðamennsku sem og afrit annarra gagna er þá varða. Þá óskast upplýst hver aðdragandi að gerð samninganna var og jafnframt hvort og þá hvaða takmarkanir á rétti annarra til umferðar um viðkomandi landsvæði felist i samningunum að mati sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að svara ofangreindu erindi og láta ráðuneytinu í té umbeðin gögn.

Byggðaráð - 683. fundur - 28.11.2013

Á 668. fundi byggðarráðs þann 11. júlí 2013 var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá innanríkisráðuneytinu, bréf dagsett þann 3. júlí 2013, þar sem ráðuneytið óskar eftir að sveitarfélagið láti ráðuneytinu í té afrit þeirra samninga sem gerðir voru við Bergmenn ehf. um þyrluskíðamennsku sem og afrit annarra gagna er þá varða. Þá óskast upplýst hver aðdragandi að gerð samninganna var og jafnframt hvort og þá hvaða takmarkanir á rétti annarra til umferðar um viðkomandi landsvæði felist i samningunum að mati sveitarfélagsins.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að svara ofangreindu erindi og láta ráðuneytinu í té umbeðin gögn.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi bréf innanríkisráðuneytisins, dagsett þann 13. nóvember 2013, þar sem fram kemur að að svo stöddu og með vísan til þeirra marka sem stjórnsýslueftirliti ráðherra eru sett í 109. gr. sveitarstjórnarlaga kemur það mat ráðuneytsins að efni umræddra samninga er fyrst og fremst á sviði einkaréttar ekki til frekari endurskoðunar ráðuneytisins. Með vísan til þess lýkur ráðuneytið hér með umfjöllun sinni um málið.
Lagt fram.