Gámamál; stöðuleyfi og innheimta.

Málsnúmer 201307025

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 668. fundur - 11.07.2013

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs.

Til umræðu staða mála hvað varðar stöðuleyfi fyrir gáma og innheimta á gjöldum vegna þess.

Á 227. fundi umhverfisráð þann 13. júní 2012 var samþykkt gjaldskrá fyrir stöðuleyfi gáma og var gjaldskráin staðfest á 237. fundi bæjarstjórnar þann 19. júní 2012 og tók gjaldskráin gildi 1. júlí 2012.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi gjaldskráin ásamt lista yfir gámaeigendur sem unninn var af garðyrkjustjóra í desember 2012. Yfirlitið er ekki tæmandi.

Til umræðu framkvæmdin á ofangreindu, m.a. hvað varðar að finna eigendur að öllum gámum í sveitarfélaginu sem og hefja innheimtu.

Björn Snorrason kom á fundinn undir þessum lið kl. 8:26.