Frá forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafns; Upplýsingamiðstöð - varðar ákvörðun atvinnumála- og kynningaráðs.

Málsnúmer 201512019

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 761. fundur - 10.12.2015

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:10 Laufey Eiríksdóttir, forstöðumaður bóka- og héraðasskjalasafns, Freyr Antonsson, formaður Ferðatrölla og formaður atvinnumála- og kynningaráðs, og Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi.



Á 14. fundi atvinnumála- og kynningaráðs þann 2. desember s.l. var eftirfarandi bókað:





"4.
201508086 - Upplýsingamiðstöð - framtíðarskipulag


Jón S. Sæmundsson kom inn á fundinn kl. 13:50.



Á síðustu fundum atvinnumála- og kynningarráðs hefur verið fjallað um málefni upplýsingamiðstöðvar Dalvíkurbyggðar og meðal annars var upplýsingafulltrúa falið að kanna hug ferðaþjónustuaðila vegna málsins.



Fundur hefur verið haldinn hjá Ferðatröllum og upplýsti formaður ráðsins um umræður á þeim fundi vegna upplýsingamiðstöðvar.



Í starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2016-2019 er gert ráð fyrir óbreyttu fyrirkomulagi á starfsemi Upplýsingamiðstöðvar 2016 frá því sem var á árinu 2015, nema að annað sé ákveðið.

a) Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að núverandi fyrirkomulag vegna reksturs upplýsingamiðstöðvar verði hætt.



b) Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Dalvíkurbyggð framleiði hlutlaust kynningarefni um afþreyingu og ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.



c) Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að afhenda efni samkvæmt b-lið hér að ofan til þeirra aðila sem vilja veita upplýsingar til ferðamanna. "



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafns, dagsett þann 7. desember 2015, þar sem vísað er til ofangreindar bókunar atvinnumála- og kynningaráðs og gerðar athugasemdir við þessa niðurstöðu.





Til umræðu ofangreint.



Laufey og Freyr viku af fundi kl. 14:00

Margrét vék af fundi kl. 14:00
Lagt fram til kynningar.