Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um boð þátttöku í vinnustofu um skráningu lögheimilis í frístundabyggð. Vinnustofan verður haldinn fimmtudaginn 11.september kl. 10:30 - 14:00.
Í upphafi verður stutt erindi frá Grímsnes- og Grafningshreppi en síðan verða þátttakendur leiddir í gegnum æfingar sem ætlað er að greina áskoranir og tækifæri og hugmyndir að lausnum.
Samkvæmt núgildandi lögum ber að skrá einstakling til lögheimilis þar sem hann hefur fasta búsetu. Þá skal lögheimili skráð í tiltekna íbúð eða eftir atvikum hús, við tiltekna götu eða í dreifbýli, sem er skráð sem íbúðarhúsnæði í fasteignaskrá.