Byggðaráð

1060. fundur 02. mars 2023 kl. 13:15 - 16:53 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Beiðni um viðauka vegna Vinnuskóla 2023

Málsnúmer 202302072Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kl. 13:15.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá deilarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 28. febrúar 2023, þar sem óskað er eftir launaviðauka vegna sumarstarfa á Eigna- og framkvæmdadeildar og vegna nemenda í Vinnuskóla.


a) Sumarstarfsmenn á deild 09510; Eigna- og framkvæmdadeild.
Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 878.851 til þess að laun 3ja sumarstarfsmanna verði til samræmis við laun þeirra starfsmanna sem þeir koma til með að leysa af.

b) Nemendur í Vinnuskóla, deild 0670.
Óskað er eftir launaviðauka að upphæð kr. 5.720.036. Lagt er til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á launum og vinnutíma í Vinnuskóla:
1. Laun ungmenna að ljúka 10. bekk hækki um 36%.
2. Laun ungmenna að ljúka 9. bekk hækki um 26%.
3. Laun ungmenna að ljúka 8. bekk hækki um 26%.
4. Vinnutími ungmenna að ljúka 9. og 10. bekk verði allt að 8 tímar á dag og vinnutími ungmenna að ljúka 8. bekk verði allt að 6 tímar.
5. Vinnutímabil verði frjálsara og ekkert hámark utan 9 vikna.
6. Nemendur Vinnuskóla verði ekki lánaðir til annarra starfa.

Rök fyrir ofangreindu er að aðsókn í Vinnuskólannn hefur verið mjög dræm undanfarin ár. Vilji er til þess að gera Vinnuskólann að eftirsóknarverðari vinnustað m.a. með því að breyta launum og vinnutíma og gera Vinnuskólann almennt sem áhugaverðari vinnustað.

Til umræðu ofangreint.

Helga Íris vék af fundi kl.13:41.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um launaviðauka að upphæð kr. 878.851, viðauki nr.8 við fjárhagsáætlun 2023, við deild 09510 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 5.720.036, launaviðauki nr. 9 við fjárhagsáætlun 2023, á deild 06270. Byggðaráð samþykkir einnig að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Visað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögur að breytingum á vinnutíma nemenda Vinnuskólans og að hætt verði að lána nemendur Vinnuskólans til annarra starfa.

2.Frá Ocean Missions; Vonarsvæði Íslands

Málsnúmer 202302112Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafbréf dagsett þann 23. febrúar 2023 frá Ocean Missions og Hvalasafninu þar sem fram kemur að þann 11. janúar síðastliðin var sendur póstur til að tilkynna að Eyjafjörður, Grísmey og Skjálfandaflói hafi verið valin sem fyrsta Vonarsvæði e. Hope Spot við Ísland. Það eru samtökin Mission Blue sem útnefna svæðið.

Húsvísku samtökin Ocean Missions og Hvalasafnið á Húsavík tilnefndu hafsvæðið og bjóða upp á að koma og kynna verkefnið fyrir nefndum og kjörnum fulltrúum sem vinna að uppbyggingu markaðs-, ferða- og umhverfismálum hjá sveitarfélaginu. Meðfylgjandi eru gögn sem lýsa verkefninu ásamt markmiðum og skuldbindingum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum boð um kynningu og óskar eftir að fulltrúar Ocean Missions komi á fund byggðaráðs við tækifæri.

3.Jafnlaunavottun - kynning á niðurstöðum 2023 v. 2022

Málsnúmer 202302125Vakta málsnúmer

Undir þessum lið koma Rúna Kristín Sigurðardóttir, launafulltrúi, á fundinn kl. 14:00.

Rúna Kristín kynnti helstu niðurstöður úr Jafnlaunavottun Dalvíkurbyggðar 2023 vegna 2022.

Launagreiningin nær til grunnlauna annars vegar og heildarlauna hins vegar.
Konur sem starfa hjá sveitarfélaginu eru með 0,2% lægri heildarlaun en karlar.

Viðmiðið sem var sett fyrir árið 2022 var 1,5% þannig að samkvæmt ofangreindum nðurstöðum þá hefur sveitarfélagið náð sínum markmiðum og rúmlega það. Engin þörf er á sérstökum aðgerðum.

Rúna Kristín vék af fundi kl. 14:53.
Byggðaráð þakkar launafulltrúa fyrir kynninguna.
Lagt fram til kynningar.

4.Frá Kili, stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu; Sveitarfélag ársins 2023 - blómlegt og heilbrigt starfsumhverfi

Málsnúmer 202302114Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Kili, stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu, rafbréf dagsett þann 27. febrúar 2023, þar sem líkt og árið 2022 hafa bæjarstarfsmannafélögin innan BSRB ákveðið að bjóða sveitarfélögum að taka þátt í könnuninni Sveitarfélag ársins 2023 fyrir allt starfsfólk sveitarfélagsins. Ef allt starfsfólk tekur þátt, fæst heildstæð mynd af starfsumhverfi sveitarfélaganna. Þannig er hægt að bera saman starfsumhverfi sveitarfélaga innbyrðis og sveitarfélaga og ríkis sem og almenna markaðarins.
Tilgangurinn með könnuninni Sveitarfélag ársins er að hvetja stjórnendur sveitarfélaganna til að veita starfsumhverfinu aukna athygli. Gallup sér um framkvæmd könnunarinnar og úrvinnslu niðurstaðna. Könnunin verður send til alls félagsfólks þeirra félaga sem standa að könnuninni, en kjósi sveitarfélagið að taka þátt verður könnunin send öllu starfsfólki sveitarfélagsins óháð félagsaðild. Áætlaður kostnaður Dalvíkurbyggðar yrði kr. 246.000 án vsk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna boði um þátttöku í ofangreindri könnun.

5.Hafnasjóður beiðni um viðræður; SVOT-greining

Málsnúmer 202211096Vakta málsnúmer

Á 1059. fundi byggðaráðs þann 23. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 352. fundi sveitarstjórnar þann 29. nóvember sl. var samþykkt tillaga byggðaráðs um að óska eftir viðræðum við Hafnasamlag Norðurlands um sameiningu Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar inn í samlagið. Sveitarstjórn samþykkti tillögu byggðaráðs sem og að byggðaráð ásamt sveitarstjóra annist viðræðurnar fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Erindi um beiðni um viðræður var sent 1. desember 2022 og var viðræðufundur 8. febrúar sl. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu minnispuntkar frá þeim fundi. Næsti fundur er áætlaður á Dalvík 15. mars nk. Bjarni Daníel vék af fundi kl. 16:25.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ofangreint verði aftur til umfjöllunar á næsta fundi byggðaráðs. Byggðaráð, veitu- og hafnaráð og sviðsstjóri framkvæmdasviðs vinni að SVOT-greiningu fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar."
Til umræðu ofangreint og vinnu haldið áfram á næsta fundi.
Lagt fram til kynningar.

6.Upplýsingar um niðurstöður úr álagningu fasteignagjalda 2023

Málsnúmer 202208117Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti niðurstöður úr álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda fyrir árið 2023 í samanburði við fjárhagsáætlun 2023.
Heildaráætlunin er kr. -499.504.000 og niðurstaða álagningar 2023 er kr. -494.276.201, þ.e. kr. 5.227.799 lægri en áætlanir.
Lagt fram til kynningar.

7.Frá SSNE; Boð um þátttöku í Grænum skrefum SSNE - tengiliður.

Málsnúmer 202301149Vakta málsnúmer

Á 1058. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað:
"Á 1057. fundi byggðaráðs þann 2. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 25. janúar 2023, þar sem fram kemur að sveitarfélögum svæðisins býðst að taka þátt í Grænum skrefum SSNE. Tilgangur verkefnisins er að efla umhverfisstarf á svæðinu og styðja sveitarfélögin við að uppfylla lögbundnar skyldur í loftslagsmálum. Hafi sveitarfélagið áhuga á að taka þátt er óskað eftir að skipaður sé tengiliður við verkefnið. Svar um þátttöku þarf að berast fyrir 24. febrúar nk. Með erindinu fylgir kynning á verkefninu. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá kynningu frá SSNE á ofangreindu verkefni." Kristín Helga kynnti ofangreint verkefni. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð taki þátt í Grænum skrefum. Einnig að óskað verði eftir verkefnatillögu frá SSNE og að tengiliður við verkefnið verði tilnefndur á fundi sveitarstjórnar 21. febrúar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar um verkefnið frá SSNE ásamt gátlista.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs verði tengiliður Dalvíkurbyggðar við SSNE en verkefnið verði unnið af teymi innanhúss.

8.Íbúafundir 2023

Málsnúmer 202211097Vakta málsnúmer

Á 354. fundi sveitarstjórnar þann 17. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1053. fundi byggðaráðs þann 5. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 352. fundi sveitarstjórnar þann 1. desember sl. var samþykkt tillaga byggðaráðs um íbúafundi. Samkvæmt þeirri tillögu er fyrirhugaður fundur um öldrunarþjónustu 10. janúar nk.Niðurstaða:Fyrirhugaður íbúafundur 10. janúar nk. um öldrunarþjónustu er frestað um óákveðinn tíma."Niðurstaða:Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur fram þá tillögu að byggðaráði sé falið að finna nýjar dagsetningar og boða til íbúafundar er varðar fund um öldrunarþjónustu, vegagerð/vetrarþjónustu í framdölum, virkjunarkost í Brimnesá og skipulagsmálefni. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar."
Til umræðu næstu íbúafundir, innihald og tímasetningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:53.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs