Frá SSNE; Boð um þátttöku í Grænum skrefum SSNE

Málsnúmer 202301149

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1057. fundur - 02.02.2023

Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 25. janúar 2023, þar sem fram kemur að sveitarfélögum svæðisins býðst að taka þátt í Grænum skrefum SSNE. Tilgangur verkefnisins er að efla umhverfisstarf á svæðinu og styðja sveitarfélögin við að uppfylla lögbundnar skyldur í loftlagsmálum. Hafi sveitarfélagið áhuga á að taka þátt er óskað eftir að skipaður sé tengiliður við verkefnið. Svar um þátttöku þarf að berast fyrir 24. febrúar nk.

Með erindinu fylgir kynning á verkefninu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá kynningu frá SSNE á ofangreindu verkefni.

Byggðaráð - 1058. fundur - 09.02.2023

Á 1057. fundi byggðaráðs þann 2. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 25. janúar 2023, þar sem fram kemur að sveitarfélögum svæðisins býðst að taka þátt í Grænum skrefum SSNE. Tilgangur verkefnisins er að efla umhverfisstarf á svæðinu og styðja sveitarfélögin við að uppfylla lögbundnar skyldur í loftslagsmálum. Hafi sveitarfélagið áhuga á að taka þátt er óskað eftir að skipaður sé tengiliður við verkefnið. Svar um þátttöku þarf að berast fyrir 24. febrúar nk. Með erindinu fylgir kynning á verkefninu. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá kynningu frá SSNE á ofangreindu verkefni."

Kristín Helga kynnti ofangreint verkefni.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð taki þátt í Grænum skrefum. Einnig að óskað verði eftir verkefnatillögu frá SSNE og að tengiliður við verkefnið verði tilnefndur á fundi sveitarstjórnar 21. febrúar.

Byggðaráð - 1060. fundur - 02.03.2023

Á 1058. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað:
"Á 1057. fundi byggðaráðs þann 2. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 25. janúar 2023, þar sem fram kemur að sveitarfélögum svæðisins býðst að taka þátt í Grænum skrefum SSNE. Tilgangur verkefnisins er að efla umhverfisstarf á svæðinu og styðja sveitarfélögin við að uppfylla lögbundnar skyldur í loftslagsmálum. Hafi sveitarfélagið áhuga á að taka þátt er óskað eftir að skipaður sé tengiliður við verkefnið. Svar um þátttöku þarf að berast fyrir 24. febrúar nk. Með erindinu fylgir kynning á verkefninu. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá kynningu frá SSNE á ofangreindu verkefni." Kristín Helga kynnti ofangreint verkefni. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð taki þátt í Grænum skrefum. Einnig að óskað verði eftir verkefnatillögu frá SSNE og að tengiliður við verkefnið verði tilnefndur á fundi sveitarstjórnar 21. febrúar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar um verkefnið frá SSNE ásamt gátlista.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs verði tengiliður Dalvíkurbyggðar við SSNE en verkefnið verði unnið af teymi innanhúss.

Sveitarstjórn - 357. fundur - 21.03.2023

Á 1060. fundi byggðaráðs þann 2. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1058. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað: Á 1057. fundi byggðaráðs þann 2. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 25. janúar 2023, þar sem fram kemur að sveitarfélögum svæðisins býðst að taka þátt í Grænum skrefum SSNE. Tilgangur verkefnisins er að efla umhverfisstarf á svæðinu og styðja sveitarfélögin við að uppfylla lögbundnar skyldur í loftslagsmálum. Hafi sveitarfélagið áhuga á að taka þátt er óskað eftir að skipaður sé tengiliður við verkefnið. Svar um þátttöku þarf að berast fyrir 24. febrúar nk. Með erindinu fylgir kynning á verkefninu. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá kynningu frá SSNE á ofangreindu verkefni."Kristín Helga kynnti ofangreint verkefni. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð taki þátt í Grænum skrefum. Einnig að óskað verði eftir verkefnatillögu frá SSNE og að tengiliður við verkefnið verði tilnefndur á fundi sveitarstjórnar 21. febrúar.Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar um verkefnið frá SSNE ásamt gátlista.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs verði tengiliður Dalvíkurbyggðar við SSNE en verkefnið verði unnið af teymi innanhúss."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þá tillögu byggðaráðs frá 1058. fundi að Dalvíkurbyggð taki þátt í Grænum skrefum á þeim forsendum að þátttaka Dalvíkurbyggðar verði á þeim hraða sem sveitarfélagið hefur svigrúm til, sbr. það sem fram kom í kynningu SSNE á fundi með byggðaráði. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða að sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs verði tengiliður Dalvíkurbyggðar við SSNE vegna Skrifstofa Dalvíkurbyggðar og verkefnið verði unnið af teymi innanhúss.