Frá Ocean Missions; Vonarsvæði Íslands

Málsnúmer 202302112

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1060. fundur - 02.03.2023

Tekið fyrir rafbréf dagsett þann 23. febrúar 2023 frá Ocean Missions og Hvalasafninu þar sem fram kemur að þann 11. janúar síðastliðin var sendur póstur til að tilkynna að Eyjafjörður, Grísmey og Skjálfandaflói hafi verið valin sem fyrsta Vonarsvæði e. Hope Spot við Ísland. Það eru samtökin Mission Blue sem útnefna svæðið.

Húsvísku samtökin Ocean Missions og Hvalasafnið á Húsavík tilnefndu hafsvæðið og bjóða upp á að koma og kynna verkefnið fyrir nefndum og kjörnum fulltrúum sem vinna að uppbyggingu markaðs-, ferða- og umhverfismálum hjá sveitarfélaginu. Meðfylgjandi eru gögn sem lýsa verkefninu ásamt markmiðum og skuldbindingum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum boð um kynningu og óskar eftir að fulltrúar Ocean Missions komi á fund byggðaráðs við tækifæri.