Jafnlaunavottun - kynning á niðurstöðum 2023 v. 2022

Málsnúmer 202302125

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1060. fundur - 02.03.2023

Undir þessum lið koma Rúna Kristín Sigurðardóttir, launafulltrúi, á fundinn kl. 14:00.

Rúna Kristín kynnti helstu niðurstöður úr Jafnlaunavottun Dalvíkurbyggðar 2023 vegna 2022.

Launagreiningin nær til grunnlauna annars vegar og heildarlauna hins vegar.
Konur sem starfa hjá sveitarfélaginu eru með 0,2% lægri heildarlaun en karlar.

Viðmiðið sem var sett fyrir árið 2022 var 1,5% þannig að samkvæmt ofangreindum nðurstöðum þá hefur sveitarfélagið náð sínum markmiðum og rúmlega það. Engin þörf er á sérstökum aðgerðum.

Rúna Kristín vék af fundi kl. 14:53.
Byggðaráð þakkar launafulltrúa fyrir kynninguna.
Lagt fram til kynningar.