Byggðaráð

1056. fundur 26. janúar 2023 kl. 13:15 - 17:16 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Mánaðarlegar skýrslur bókhalds 2022 vs. áætlun - janúar - desember

Málsnúmer 202202105Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti neðangreindar skýrslur fyrir tímabilið janúar - desember 2022.

a) Staða bókhalds í samanburði við áætlun janúar - desember 2022.
b) Staða stöðugilda í samanburði við heimildir janúar - desember 2022.
c) Staða launa í samanburði við áætlun janúar - desember 2022.
d) Greidd staðgreiðsla janúar - desember 2022 í samanburði við önnur sveitarfélög.
e) Staða framkvæmda í samanburði við áætlanir janúar- desember 2022.
Lagt fram til kynningar.

2.Meðhöndlun úrgangs frá 1.1.2023

Málsnúmer 202111041Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom inn á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 13:40.

Á 1054. fundi byggðaráðs þann 12. desember sl. var til umfjöllunar breytingar í sorphirðumálum frá og með 1.1.2023 samkvæmt ákvæði laga. Sviðsstjóri framkvæmdasviðs gerði grein fyrir stöðu mála í þessu málaflokki.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs, dagsett þann 25. janúar sl. þar sem fram kemur að svæðisáætlunin um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi er gott sem tilbúin og er komin í yfirferð og umsagnarferli hjá Skipulagsstofnun. Þá fer hún í auglýsingarferli í 6 vikur og þaðan til samþykktar hjá sveitarfélögunum. Áætluð lok á þessu ferli er í apríl. En það á að vera hægt að vinna eftir henni, til að mynda við gerð útboðsgagna fyrir nýjan sorphirðusamning.

Samkvæmt upplýsingum frá SSNE er verkið "Græn skref" í gangi þar sem kjörnum fulltrúum er boðið á kynningarfund. Verkefnið felst í að aðstoða sveitafélög að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna.

Hjá Akureyrarbæ er til skoðunar samlegðaráhrif með nágrannasveitarfélögunum.


Lagt fram til kynningar.

3.Frumhagkvæmnimat líforkuvers

Málsnúmer 202212128Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Elías Pétursson, verkefnastjóri, Kjartan Ingvarsson, frá umhverfis- orku, og loftlagsráðuneytinu, og Kristín Helga Schiöth frá SSNE, og Gunnar Kristinn Guðmundsson, formaður umhverfis- og dreifbýlisráðs, kl. 14:00.

Á 1053. fundi byggðaráðs þann 5. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Elíasi Péturssyni, verkefnastjóra vegna líforkuvers, dagsettur þann 29. desember sl, þar sem fram kemur að hugmyndin er að funda með sveitarstjórnum allra sveitarfélaga sem eiga aðild að SSNE til að kynna og ræða frumhagkvæmismat vegna líforkuvers en matið fylgir erindinu. Óskað er eftir tillögum um óskatímasetningu og tímasetningu til vara fyrir hvert sveitarfélag.
Byggðaráð leggur til tímasetninguna fimmtudaginn 19. janúar kl. 14:00 og til vara fimmtudaginn 26. janúar kl. 14:00."

Til umræðu ofangreint.

Elías, Kjartan, Kristín Helga og Bjarni Daníel viku af fundi kl. 15:20.
Lagt fram til kynningar.

4.Endanleg framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2022

Málsnúmer 202301107Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs um endanleg og/eða nýjustu áætlanir um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir árið 2022 í samanburði við fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202301089Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.
Beiðni um launaviðauka vegna veikinda.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202301102Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.
Beiðnir um viðauka vegna launaviðauka vegna veikinda og fleira.

7.Vinnuhópur um farartæki, tæki og tæknibúnað 2023 - erindi

Málsnúmer 202301101Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá vinnuhópi Dalvíkurbyggðar um farartæki, tæki og tæknibúnað, dagsett þann 23. janúar sl., þar sem fram kemur að vinnuhópurinn fundaði í lok nóvember og fór yfir og lagði mat á farartækjakost og farartækjaþörf sveitarfélagsins.

Samkvæmt þarfagreiningu er ljóst að bílaeign á Eigna- og framkvæmdadeild er of mikil, eða sex bílar, auk þess sem komið er að miklu viðhaldi einhverra þeirra. Þörf fyrir ökutæki á deildinni er mismikil eftir árstíðum eða 3-4 bílar og myndu þeir bílar sem eftir yrðu ná að dekka þá þörf.

Í dag eru þrír af bílum Eigna- og framkvæmdadeildar uppi í Böggvisstaðaskála; einn í lagi og myndi nýtast yfir sumarmánuðina, einn sem þarfnast viðgerðar og einn sem ekki er hægt að nýta nema í varahluti.

Niðurstaða fundarins er sú að óska eftir því við Byggðaráð að fá heimild til sölu á eftirfarandi tveimur bifreiðum í eigu Dalvíkurbyggðar:

a) Subaru Forester AO-465
b) Toyota Hilux YJ-175

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi og veitir heimild fyrir sölu á ofangreindum 2 bifreiðum.

8.Tillaga að vinnuhópi vegna húsnæðismála sveitarfélagsins.

Málsnúmer 202212140Vakta málsnúmer

Á 354. fundi sveitarstjórnar þann 17. janúar sl. var samþykkt að fela sveitarstjóra að koma með tillögu að vinnuhópi varðandi húsnæðismál stofnana sveitarfélagsins.

Með fundarboði fylgdi tillaga sveitarstjóra að ofangreindum vinnuhópi ásamt erindisbréfi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að eftirtaldir skipi vinnuhópinn:
Sveitarstjóri, forseti sveitarstjórnar, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum erindisbréfið eins og það liggur fyrir og vísar því til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar með þeirri breytingu að verklok verði 15. maí nk.

9.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Tækifærisleyfi. Þorrablót Rimar 28.jan

Málsnúmer 202301096Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafpóstur dagsettur þann 19. janúar 2022,, þar sem óskað er eftir umsögn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts UMF Þorsteins Svörfuðar í Rimum laugardaginn 28. janúar nk.

Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um afgreiðslu slökkviliðsstjóra.

10.Fundagerðir Starfs- og kjaranefndar 2023. frá 23.01.2023

Málsnúmer 202301116Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir fundagerð starfs- og kjaranefndar frá 23. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

11.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Ákvæði kjarasamninga um fyrningu orlofs

Málsnúmer 202301081Vakta málsnúmer

a) Tekið fyrir bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 21. október 2022, þar sem fram kemur að síðustu kjarasamningum samdi Samband íslenskra sveitarfélaga f.h. þeirra sveitarfélaga og annarra aðila sem það hefur samningsumboð fyrir, við viðsemjendur sína um breytingar á ákvæðum er varða orlof í öllum kjarasamningum sínum nema samningum KÍ. Markmiðin með breytingum á orlofskaflanum voru m.a. að færa kaflann nær gildandi orlofslögum nr. 30/1987 og að tryggja yngra starfsfólki jafnan rétt til orlofs á við þá sem eldri eru. Vildi Sambandið með breytingunum leggja áherslu á, m.a. með tilliti til markmiða með verkefninu um styttingu vinnutíma, að starfsmenn tækju kjarasamningsbundið orlof innan viðkomandi orlofsárs þ.e. að starfsmenn færu í orlof en ekki að þeir söfnuðu réttindum upp.
b) Tekið fyrir afrit af svarbréfi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 13. janúar sl, til ASÍ varðandi ákvæði kjarasamninga um fyrningu orlofs. Þeim tilmælum er vinsamlegast beint til sveitarfélaga að farið sé vel yfir bréfið og að framkvæmd orlofsmála sé í samræmi við lög og kjarasamninga.

Sveitarstjóri upplýsti að á fundi stjórnenda Dalvíkurbyggðar í gær þá voru ofangreind orlofsmál til umfjöllunar og áhersla lögð á tilmæli Sambandsins um að framkvæmd orlofsmála sé í samræmi við lög og kjarasamninga.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:16.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs