Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Ákvæði kjarasamninga um fyrningu orlofs

Málsnúmer 202301081

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1056. fundur - 26.01.2023

a) Tekið fyrir bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 21. október 2022, þar sem fram kemur að síðustu kjarasamningum samdi Samband íslenskra sveitarfélaga f.h. þeirra sveitarfélaga og annarra aðila sem það hefur samningsumboð fyrir, við viðsemjendur sína um breytingar á ákvæðum er varða orlof í öllum kjarasamningum sínum nema samningum KÍ. Markmiðin með breytingum á orlofskaflanum voru m.a. að færa kaflann nær gildandi orlofslögum nr. 30/1987 og að tryggja yngra starfsfólki jafnan rétt til orlofs á við þá sem eldri eru. Vildi Sambandið með breytingunum leggja áherslu á, m.a. með tilliti til markmiða með verkefninu um styttingu vinnutíma, að starfsmenn tækju kjarasamningsbundið orlof innan viðkomandi orlofsárs þ.e. að starfsmenn færu í orlof en ekki að þeir söfnuðu réttindum upp.
b) Tekið fyrir afrit af svarbréfi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 13. janúar sl, til ASÍ varðandi ákvæði kjarasamninga um fyrningu orlofs. Þeim tilmælum er vinsamlegast beint til sveitarfélaga að farið sé vel yfir bréfið og að framkvæmd orlofsmála sé í samræmi við lög og kjarasamninga.

Sveitarstjóri upplýsti að á fundi stjórnenda Dalvíkurbyggðar í gær þá voru ofangreind orlofsmál til umfjöllunar og áhersla lögð á tilmæli Sambandsins um að framkvæmd orlofsmála sé í samræmi við lög og kjarasamninga.
Lagt fram til kynningar.