Búrhvalur - tennur

Málsnúmer 202201108

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1014. fundur - 27.01.2022

Á árinu 2016 rak um 12 metra langan búrhval upp í fjöruna á Dalvík, Böggvisstaðasandi, rétt um 200 metra frá hafnargarðinum. Fyrrverandi sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs fékk sérfræðinga að málum til að koma búrhvalskjálkanum i sýningahæft form. Umsamið verð var kr. 200.000 fyrir utan vsk. Kjálkinn er nú tilbúinn til uppsetningar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka við búrhvalskjálkanum í sýningahæfu formi og vísar ofangreindum kostnaði á deild 21010.

Sveitarstjórn - 342. fundur - 15.02.2022

Á 1014. fundi byggðaráðs þann 27. janúar 2022 var eftirfarandi bókað:
"Á árinu 2016 rak um 12 metra langan búrhval upp í fjöruna á Dalvík, Böggvisstaðasandi, rétt um 200 metra frá hafnargarðinum. Fyrrverandi sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs fékk sérfræðinga að málum til að koma búrhvalskjálkanum i sýningahæft form. Umsamið verð var kr. 200.000 fyrir utan vsk. Kjálkinn er nú tilbúinn til uppsetningar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka við búrhvalskjálkanum í sýningahæfu formi og vísar ofangreindum kostnaði á deild 21010."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að taka við búrhvalskjálkanum í sýningahæfu formi, kostnaði vísað á deild 21010 að upphæð kr. 200.000 fyrir utan vsk.