Frá Verkvali ehf.; Skemmdir á rafstöð í óveðrinu des 2019

Málsnúmer 202111106

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1008. fundur - 02.12.2021

Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs þar sem fjallað er um tildrög þess að veitur Dalvíkurbyggðar fengu að láni rafstöð í eigu Verkvals í óveðrinu í desember 2019. Rafall gaf sig í rafstöðinni og náðst hefur samkomulag á milli Dalvíkurbyggðar og Verkvals að veitur taki þátt í kostnaði við að setja nýjan rafal í rafstöðina, að teknu tilliti til aldurs og ástands. Kostnaður Dalvíkurbyggðar yrði kr. 496.332 með vsk og lagt er til að þeim kostnaði verði vísað á lið 47320-4630.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 341. fundur - 14.12.2021

Á 1008. fundi byggðaráðs þann 02.12.2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs þar sem fjallað er um tildrög þess að veitur Dalvíkurbyggðar fengu að láni rafstöð í eigu Verkvals í óveðrinu í desember 2019. Rafall gaf sig í rafstöðinni og náðst hefur samkomulag á milli Dalvíkurbyggðar og Verkvals að veitur taki þátt í kostnaði við að setja nýjan rafal í rafstöðina, að teknu tilliti til aldurs og ástands. Kostnaður Dalvíkurbyggðar yrði kr. 496.332 með vsk og lagt er til að þeim kostnaði verði vísað á lið 47320-4630. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og að greiða Verkvali kr. 496.332 með vsk vegna kostnaðar við að setja nýjan rafal í rafstöð í eigu Verkvals , vísað á 47320-4630.