Frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra; Samráðsfundir lögreglu og sveitarstjóra

Málsnúmer 201901064

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 894. fundur - 24.01.2019

Sveitarstjóri gerði grein fyrir samráðsfundi lögreglu og sveitarstjóra í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra þann 17. janúar s.l. og þeim kynningum sem farið var yfir á fundinum um stöðu lögreglunnar í umdæminu annars vegar og hins vegar hvernig þörfum þolenda kynferðisbrota er mætt.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 930. fundur - 09.01.2020

Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi samstarfsnefndar lögreglu og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra þann 28. nóvember s.l. og þeim kynningum sem farið var yfir á fundinum.

Þar var m.a. til umfjöllunar staða lögreglunnar í embættinu, verkefni og tækjabúnaður rannsóknardeildar, löggæslumyndavélar og kynning á Bjarmahlíð, miðstöð þolenda ofbeldis.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1008. fundur - 02.12.2021

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu til kynningar gögn af samráðsfundi lögreglu og sveitarstjóra á Norðurlandi eystra sem fór fram 24. nóvember sl. Annars vegar er um að ræða kynningu á starfi forvarnarfulltrúa og hins vegar kynningu á Lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Lagt fram til kynningar.