Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu; Auglýsing um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna

Málsnúmer 202111055

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1006. fundur - 18.11.2021

Tekinn fyrir rafpóstur frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsettur þann 16. nóvember 2021 þar sem fram kemur að vegna fjölgunar COVID-19 smita í samfélaginu hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild til að ákveða að sveitarstjórnarmönnum sé heimilt að taka þátt í fundum sveitarstjórna eða nefnda og ráða á vegum sveitarfélaga, þrátt fyrir að um annað sé getið í samþykktum þeirra. Heimildin gildir til 31. janúar 2022. Þetta er gert til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga með vísan í 1. mgr. 131. gr. sveitarstjórnarlaga (nr. 138/2011).

Sjá nánar auglýsingu á vef Stjórnartíðinda;
https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=b2915d91-b8f4-4ea3-a77f-18bbad80507a
Lagt fram til kynningar.