Frá SSNE; Samtöl við sveitarfélög

Málsnúmer 202105012

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 984. fundur - 06.05.2021

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs frá SSNE í gegnum fjarfund Silja Jóhannesdóttir,verkefnastjóri, Rebekka K. Garðarsdóttir, verkefnastjóri, Vigdís Rún Jónsdóttir, verkefnastjóri menningarmála og Baldvin Valdemarsson, sviðsstjóri atvinnu- og byggðaþróunar, kl. 13:00.

Samkvæmt rafpósti dagsettum þann 27. apríl sl. frá SSNE kemur fram að í starfsáætlun ætli starfsfólk SSNE að heimsækja öll sveitarfélögin á árinu og vera í reglulegum samskiptum við þau.
Á árinu 2020 náði SSNE að heimsækja flest sveitarfélög og einnig hafa verið reglulegir fundir með SSNE og framkvæmdastjórunum.

Markmið fundarins er að kynna nýuppfærða sóknaráætlun SSNE svo og vera til almenns skrafs og ráðagerða.

Silja, Rebekka, Vigdís Rún og Baldvin viku af fundi kl. 13:40.
Lagt fram til kynningar og byggðaráðs vísar ofangreindri kynningu til umfjöllunar í fagráðum sveitarfélagsins.

Veitu- og hafnaráð - 106. fundur - 20.08.2021

Á fundi byggðaráðs með SSNE þann 6. maí 2021 var til kynningar nýuppfærð sóknararáætlun SSNE og vísaði byggðaráð kynningunni til umfjöllunar í fagráðum sveitarfélagsins.

Með fundarboði fylgdi Sóknaráætlunin 2020-2024 ásamt aðgerðaráætlun. Einnig kynnti sveitarstjóri samstarf SSNE, Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um starfsstöð á Tröllaskaga en nýr starfsmaður, Anna Lind Björnsdóttir, hefur verið ráðin til starfans og mun verða með viðveru í Dalvíkurbyggð að jafnaði einu sinni í viku.
Lagt fram til kynningar.