Fjallskilamál Dalvíkurdeildar

Málsnúmer 201909101

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 129. fundur - 26.09.2019

Til umræðu fjallskilamál í Dalvíkurdeild.
Fjallskilamál í Dalvíkurdeild eru óviðunandi þar sem meirihluti fjallskilanefndar fer ekki eftir auglýstu fyrirkomulagi hvað varðar göngur og réttir.
Landbúnaðarráð felur sviðsstjóra og formanni að taka saman öll þau gögn sem málið varða til áframhaldandi úrvinnslu.

Landbúnaðarráð - 130. fundur - 14.11.2019

Sviðsstjóri og formaður kynntu drög að samantekt vegna fjallskilamála.
Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemdir við samantektina og felur sviðsstjóra og formanni að vinna áfram að málinu.

Landbúnaðarráð - 131. fundur - 13.02.2020

Til umræðu álitsbréf frá lögfræðingi sveitarfélagsins, lögfræðingi Bændasamtaka Íslands og Ólafi Dýrmundssyni vegna fjallskilamála í Dalvíkurbyggð
Fyrir liggur álit lögmanns sveitarfélagsins,lögmanns Bændasamtaka Íslands og Ólafs Dýrmundssonar sem staðfestir að túlkun Landbúnaðarráðs Dalvíkurbyggðar á fyrirkomulagi fjallskilamála í sveitarfélaginu er rétt.
Þar sem ekki hefur verið farið eftir samþykkt landbúnaðarráðs í Dalvíkurdeild sem staðfest er af sveitarstjórn er ljóst að skipa verður nýja fjallskilanefnd fyrir deildina.

Landbúnaðarráð - 133. fundur - 10.06.2020

Fjallskilamál í Dalvíkurdeild
Lögð fram til kynningar fundargerð frá samráðsfundi með fjallskiladeild Dalvíkur ásamt ráðgjafa dags. 08. júní 2020.

Byggðaráð - 952. fundur - 27.08.2020

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kl. 13:40.

Þann 8. júní 2020 var haldinn umræðufundur fulltrúa úr landbúnaðarráði, fjallskilanefnd Dalvíkurdeildar, sviðsstjóra U&T sviðs og sveitarstjóra ásamt Ólafi Vagnssyni sérfræðingi. Fundargerð þess fundar fylgdi með fundarboði, þar sem kemur fram að gengið var frá fyrirkomulagi gangna í Dalvíkurdeild. Þar með er gert ráð fyrir að núverandi fjallskilanefnd Dalvíkurdeildar starfi áfram.

Til umræðu afgreiðsla Landbúnaðarráðs frá 13. febrúar 2020 þar sem til umræðu var að skipa nýja fjallskilanefnd í Dalvíkurdeild.

Börkur Þór vék af fundi kl.14:00.
Fyrir liggur að sátt hefur náðst í þeim ágreiningsmálum sem uppi hafa verið og því ekki ástæða að skipa nýja fjallskilanefnd í Dalvíkurdeild.