Frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - Fjármál sveitarfélga í kjölfar Covid-19

Málsnúmer 202005087

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 945. fundur - 28.05.2020

Katrín Dóra Þorsteinsdóttir vék af fundi kl. 10:45.

Tekið fyrir bréf frá Eftirlitsnefnd með málefnum sveitarfélaga dagsett 14. maí 2020 sem sent er vegna fjármála sveitarfélaga í kjölfar COVID-19.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 946. fundur - 04.06.2020

Tekið fyrir bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra dagsett 25. maí 2020 þar sem m.a. er tilkynnt um vinnu starfshóps ríkisstjórnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga en hlutverk hans er að safna saman samtímaupplýsingum um fjárhagsstöðu einstakra sveitarfélaga á árinu 2020 í kjölfar Covid-19 faraldursins.

Einnig tekinn fyrir tölvupóstur frá starfshópnum dagsettur 28. maí þar sem óskað er eftir fjárhagsupplýsingum vegna þessarar greiningarvinnu. Óskað er eftir því að gögn berist eigi síðar en 9. júní nk.
Byggðaráð felur fjármála- og stjórnsýslusviði að veita umbeðnar upplýsingar.