Lækkun mánaðarlegra greiðslna vegna útgjaldajöfnunarframlaga og framlaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti

Málsnúmer 202004144

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 943. fundur - 07.05.2020

Tekinn fyrir tölvupóstur frá Ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, en á fundi nefndarinnar þann 24. apríl sl. var ákveðið í ljósi væntanlegs samdráttar á tekjum sjóðsins að lækka áætlaðar mánaðargreiðslur til sveitarfélaga vegna útgjaldajöfnunarframlaga og framlaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti um 12,5%.
Vonir standa til þess að sjóðnum berist ný spá um áætlaðar skatttekjur ríkissjóðs og útsvarstekjur sveitarfélaga á næstu dögum, en þá fyrst verður unnt að enduráætla framlög ársins.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð lýsir áhyggjum sínum af skertum framlögum úr Jöfnunarsjóði og skorar á Ríkið að tryggja tekjugrunn sjóðsins.