NAV uppfærsla 2020

Málsnúmer 202004075

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 943. fundur - 07.05.2020

Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kom inn á fundinn kl. 08:10 og sat fundinn undir dagskrárliðum 2 og 3.

Frá upplýsinga- og tækniteymi sveitarfélagsins, beiðni um viðauka vegna NAV uppfærslu.

Microsoft gaf út í lok síðasta ára að lokað yrði á frekari uppfærslumöguleika í Business Central 14 eftir október 2020. Það þýðir að Dalvíkurbyggð fær ekki nýjar uppfærslur fyrr en eftir um 1,5-2 ár skv. Wise.

UT teymi Dalvíkurbyggðar leggur fyrir byggðaráð tillögu um að farið verði í uppfærsluna þegar á árinu 2020 og viðbótarfjármagn á málaflokk 21, kr. 2.585.700 verði samþykkt samanber meðfylgjandi beiðni um viðauka nr. 17/2020. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða viðauka nr. 17 við fjárhagsáætlun 2020, málaflokkur 21400, fjárhagslyklar 4331 og 4338, samtals kr. 2.585.700. Viðaukinn kemur til lækkunar á handbæru fé.

Sveitarstjórn - 325. fundur - 12.05.2020

Á 943. fundi byggðaráðs þann 7. maí 2020 var eftirfarandi bókað:
"Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kom inn á fundinn kl. 08:10 og sat fundinn undir dagskrárliðum 2 og 3.

Frá upplýsinga- og tækniteymi sveitarfélagsins, beiðni um viðauka vegna NAV uppfærslu.

Microsoft gaf út í lok síðasta ára að lokað yrði á frekari uppfærslumöguleika í Business Central 14 eftir október 2020. Það þýðir að Dalvíkurbyggð fær ekki nýjar uppfærslur fyrr en eftir um 1,5-2 ár skv. Wise.

UT teymi Dalvíkurbyggðar leggur fyrir byggðaráð tillögu um að farið verði í uppfærsluna þegar á árinu 2020 og viðbótarfjármagn á málaflokk 21, kr. 2.585.700 verði samþykkt samanber meðfylgjandi beiðni um viðauka nr. 17/2020. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Byggðaráð samþykkir samhljóða viðauka nr. 17 við
fjárhagsáætlun 2020, málaflokkur 21400, fjárhagslyklar 4331 og 4338, samtals kr. 2.585.700. Viðaukinn kemur til lækkunar á handbæru fé."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs, viðauka nr. 17 við fjárhagsáætlun 2020.