Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, 26. mál.

Málsnúmer 201909131

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 921. fundur - 07.10.2019

Tekið fyrir erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dagsett 26. september 2019, en til umsagnar er frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (endurgreiðsla virðisaukaskatts), 26. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. október nk.
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar fagnar fram lögðu frumvarpi til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (endurgreiðsla virðisaukaskatts), 26. mál.
Mjög brýnt er að frumvarpið nái fram að ganga enda mörg sveitarfélög sem standa frammi fyrir kostnaðarsömum fráveituframkvæmdum ef þau eiga að geta uppfyllt lagaskyldur málaflokksins. Fráveitumál eru bæði heilbrigðis- og umhverfismál og mikið atriði að sveitarfélög komi þeim í viðunandi horf. Stuðningur með endurgreiðslu virðisaukaskatts frá Ríki vegna fráveituframkvæmda gerir sveitarfélögum frekar kleift að ráðast í þær úrbætur sem þarf og koma þessum málaflokki í góða stöðu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að senda inn ofangreinda umsögn um frumvarpið.