Áskorun vegna rusls sem mengar hafið.

Málsnúmer 201909133

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 921. fundur - 07.10.2019

Tekið fyrir erindi frá Íslenska sjávarklasanum, dagsett 26. september 2019, áskorun á sveitarfélög að taka fyrir fok úr ruslatunnum heimilissorps með því að bjóða íbúum upp á einfaldar lausnir til að loka sorptunnum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umhverfisráðs.

Umhverfisráð - 328. fundur - 08.10.2019

Tekið fyrir erindi frá Íslenska sjávarklasanum, dagsett 26. september 2019, áskorun á sveitarfélög að taka fyrir fok úr ruslatunnum heimilissorps með því að bjóða bæjarbúum upp á einfaldar lausnir til að loka sorptunnum.
Umhverfisráð frestar afgreiðslu til næsta fundar og felur sviðsstjóra að afla nánari upplýsinga um þær lausnir sem í boði eru ásamt kostnaði.