Tré lífsins - Minningargarðar

Málsnúmer 201910005

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 921. fundur - 07.10.2019

Tekið fyrir erindi frá Sigríði Bylgju Sigurjónsdóttur, stofnanda Trés lífsins, dagsett 20. september 2019, þar sem verið er að kanna áhuga á Minningargörðum og afstöðu til þess að opna slíkan garð í sveitarfélaginu.

Í Minningagarði er aska látinna einstaklinga gróðursett ásamt tré sem mun vaxa upp til minningar um hinn látna og vera merkt rafrænu minningasíðu þess sem undir því hvílir.

Óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins fyrir 1. nóvember n.k.
Lagt fram til kynningar. Byggðaráð felur sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.