Norðurstrandarleið - sögur

Málsnúmer 202011064

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 58. fundur - 12.11.2020

Verkefni sem liggja fyrir á Norðurstrandarleið (Arctic coast way) eru fjölmörg. Dalvíkurbyggð var meðal annarra málsaðili ásamt Markaðsstofu Norðurlands að verkefni sem kallast sögur.

Unnið er að því um þessar mundir að safna sögum en stefnt er að því að setja upp 1 sögu að minnsta kosti á hvern áfangastað sem snýr að upplifun heimamanna á staðnum eða sérstökum atburðum sem orðið hafa í byggðalögunum.
Þjónustu- og upplýsingafulltrúi upplýsti ráðið um stöðu mála.
Stefnt er á verkefnið verði unnið í samstarfi við forstöðumann safna.

Atvinnumála- og kynningarráð - 60. fundur - 03.02.2021

Til umræðu skiltamál tengd Norðurstrandarleið.
Atvinnumála- og kynningaráð felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að setja sig í samband við vinnuhóp Arctic Coast Way hjá Markaðsstofu Norðurlands varðandi skilti sem búið er að hanna og framleiða hjá Markaðstofunni.