Skilti og merkingar í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201209077

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 230. fundur - 19.09.2012

Skiltahópur Dalvíkurbyggðar biður um leyfi Umhverfisráðs til að reisa tvö upplýsingaskilti. Annað á að standa við gatnamót Skíðabrautar og Mímisvegs og hitt við Upsir. Meðfylgjandi eru teikningar af fyrirhuguðum skiltum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemd við staðsetningu á fyrirhuguðum staðsetningu á framangreindum skiltum en bendir jafnframt á að nauðsynlegt er að hafa samráð við íbúa.

Umhverfisráð - 240. fundur - 03.07.2013

Óskað er eftir nýrri staðsetningu á upplýsingaskilti sem fyrirhugað var á gatnamótum Skíðabrautar og Mímisvegar. Hæð 2,4 metrar og breidd 2,1 meter.
Fyrirhuguð staðsetning er sunnan innkeyrslu að Dalsmynni.
Umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að óska umsagnar lögreglu og frestar afgreiðslu erindisins.Umhverfisráð mótmælir þeim vinnubrögðum að framkvæmdir séu hafnar áður en viðeigandi heimildir liggja fyrir.

Atvinnumála- og kynningarráð - 37. fundur - 03.10.2018

Upplýsingafulltrúi fer yfir stöðu mála hvað varðar þetta verkefni en unnið er samkvæmt 3ja ára áætlun um úrbætur á merkingum í Dalvíkurbyggð.
Til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 56. fundur - 15.09.2020

Skilti sem þjónustu- og upplýsingafulltrúi hefur unnið og verða sett í Friðlandinu og við Tungurétt lögð fram til kynningar.

Þá útbjó þjónustu- og upplýsingafulltrúi í sumar skilti á gervigrasvöllinn sem einnig er lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.