Atvinnumála- og kynningarráð

53. fundur 06. maí 2020 kl. 08:15 - 09:40 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
  • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Rúna Kristín Sigurðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Íris Hauksdóttir starfsmaður
  • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir Þjónustu- og upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Atvinnulífskönnun í kjölfar Covid19

Málsnúmer 202004142Vakta málsnúmer

Atvinnulífskönnun hefur verið send út til fyrirtækja í byggðalaginu til könnunar á stöðu þeirra í kjölfar Covid19 faraldursins.

Lagt fram til kynningar.
Atvinnumála- og kynningaráð lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu atvinnulífs í Dalvíkurbyggð í kjölfar Covid-19. Ráðið vonast til að sem flestir svari könnuninni svo hægt verði að fá sem raunhæfasta mynd af stöðunni í sveitarfélaginu.

2.Átak í merkingu gönguleiða

Málsnúmer 202004070Vakta málsnúmer

Byggðaráð samþykkti á fundi sínum þann 30. apríl sl. að taka þátt í átaki á merkingum gönguleiða á vegum Markaðsstofu Norðurlands
Atvinnumála- og kynningaráð fagnar því að taka eigi þátt í þessu átaki á vegum Markaðsstofu Norðurlands.

3.Atvinnulífskönnun 2019

Málsnúmer 201909136Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fyrir ráðið niðurstöður atvinnulífskönnunar sem framkvæmd var í nóvember 2019.

Niðurstöður könnunarinnar eru með mjög svipuðu sniði og niðurstöður fyrri ára sem er gleðiefni.

Lagt fram til kynningar

4.Draumabláir páskar í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202003001Vakta málsnúmer

Lagðar fram hugmyndir þess efnis að nýta auglýsingar sem gerðar voru fyrir herferðina draumabláir páskar í herferð sem hægt er að nýta allan ársins hring undir hugtakinu Draumabláir dagar í Dalvíkurbyggð. Búið er að taka á móti fyrstu hugmyndum frá Blek hönnun á hugtakinu og er þessa dagana verið að vinna með mögulegar myndir í auglýsingarnar. Lagt upp með að geta sent frá sér auglýsingar á helstu miðla í síðasta lagi um miðjan maí.
Atvinnumála- og kynningaráð fagnar því fara eigi í herferðina Draumabláa daga og felur Þjónustu- og upplýsingafulltrúa að koma á framfæri þeim hugmyndum sem fram komu á fundinum.

5.Fréttatilkynningar Markaðsstofu Norðurlands

Málsnúmer 202004158Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fréttatilkynningar frá Markaðsstofu Norðurlands og tillögur að frekara samstarfi vegna Covid19
Atvinnumála- og kynningaráð felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að finna út hvernig best sé að útfæra samstarf af þessu tagi við Forstöðumann safna og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

6.Fundargerðir SSNE 2020

Málsnúmer 202002037Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar síðustu fundargerðir SSNE
Lagt fram til kynningar

7.Fundagerðir stjórnar Markaðsstofu Norðurlands 2019-2020

Málsnúmer 201912025Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir Markaðsstofu Norðurlands.
Lagt fram til kynningar

8.Nýsköpunar- og þróunarsjóður 2020

Málsnúmer 202004156Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja 4 umsóknir í nýsköpunar- og þróunarsjóð. Allar umsóknir bárust innan tímabils um auglýstan frest. Úthlutað verður skv. gildandi reglum.

Sigríður Jódís Gunnarsdóttir og Júlíus Magnússon fóru af fundi undir þessum lið kl. 09:23, sökum vanhæfis og Rúna Kristín Sigurðardóttir,varamaður, mætti í þeirra stað.

Undir þessum lið mætti einnig á fundinn kl. 09:23, Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, staðgengill sviðsstjóra Fjármála- og stjórnsýslusviðs sökum vanhæfis Írisar Hauksdóttur, þjónustu- og upplýsingafulltrúa.
Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir að veita styrk uppá kr. 500 þús. á hverja þeirra þriggja umsókna sem metnar voru gildar.
Einni umsókn var hafnað þar sem hún uppfyllti ekki skilyrði.
Þjónustu- og upplýsingafulltrúa falið að senda svör.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
  • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Rúna Kristín Sigurðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Íris Hauksdóttir starfsmaður
  • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir Þjónustu- og upplýsingafulltrúi