Draumabláir páskar í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202003001

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 51. fundur - 04.03.2020

Uppi eru hugmyndir meðal ferðaþjónustuaðila í Dalvíkurbyggð að búa til skemmtidagskrá um páska undir nafninu Draumabláir páskar í Dalvíkurbyggð.

Farið yfir hlutverk þjónustu- og upplýsingafulltrúa í tengslum við það verkefni.
Lagt fram til kynningar

Atvinnumála- og kynningarráð - 52. fundur - 07.04.2020

Farið yfir stöðu mála í tengslum við verkefnið "Draumabláir páskar í Dalvíkurbyggð" en eins og gefur að skilja verður ekkert af því verkefni í ár. Ljóst er að Covid 19 hefur mikil áhrif á ferðaþjónustufyrirtæki í Dalvíkurbyggð eins og annars staðar og skapar erfiðleika í rekstri.

Nú er í gangi hugmyndavinna um hvernig hægt er að nýta hugmyndina áfram. Unnið er að því að yfirfæra hugmyndina yfir í "Draumabláir dagar í Dalvíkurbyggð", herferð sem hægt er að nýta allan ársins hring.
Lagt fram til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 53. fundur - 06.05.2020

Lagðar fram hugmyndir þess efnis að nýta auglýsingar sem gerðar voru fyrir herferðina draumabláir páskar í herferð sem hægt er að nýta allan ársins hring undir hugtakinu Draumabláir dagar í Dalvíkurbyggð. Búið er að taka á móti fyrstu hugmyndum frá Blek hönnun á hugtakinu og er þessa dagana verið að vinna með mögulegar myndir í auglýsingarnar. Lagt upp með að geta sent frá sér auglýsingar á helstu miðla í síðasta lagi um miðjan maí.
Atvinnumála- og kynningaráð fagnar því fara eigi í herferðina Draumabláa daga og felur Þjónustu- og upplýsingafulltrúa að koma á framfæri þeim hugmyndum sem fram komu á fundinum.