Atvinnulífskönnun 2019

Málsnúmer 201909136

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 47. fundur - 02.10.2019

Á 46. fundi Atvinnumála- og kynningarráðs þann 4. september 2019 var farið yfir aðgerðaáætlun Atvinnustefnu Dalvíkurbyggðar og var m.a. eftirfarandi bókað undir máli 201405182:
"Þjónustu- og upplýsingafulltrúa falið að byrja vinnu við nýja atvinnulífskönnun og könnun um ímynd Dalvíkurbyggðar og leggja uppkast fyrir ráðið á næsta fundi."

Íris fór yfir stöðu á vinnu við atvinnulífskönnun 2019.
Vinna við nýja atvinnulífskönnun og könnun um ímynd Dalvíkurbyggðar er á áætlun og var því niðurstaða ráðsins að kannanirnar verði sendar út í byrjun og um miðjan nóvember. Könnun um ímynd Dalvíkurbyggðar verður því send út í byrjun nóvember og atvinnulífskönnunin um miðjan nóvember.

Atvinnumála- og kynningarráð - 49. fundur - 06.12.2019

Farið yfir frumniðurstöður úr Atvinnulífskönnuninni 2019.
Lagt fram til kynningar

Atvinnumála- og kynningarráð - 50. fundur - 15.01.2020

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi fór yfir stöðu á vinnu við skýrslu upp úr niðurstöðum úr könnuninni.

Reiknað er með að lokaskýrsla verði klár um mánaðarmótin febrúar/mars.
Lagt fram til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 51. fundur - 04.03.2020

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi kynnir stöðu á vinnslu skýrslu út frá niðurstöðum atvinnulífskönnunar sem lögð var fyrir í nóvemberlok 2019.
Lagt fram til kynningar

Atvinnumála- og kynningarráð - 53. fundur - 06.05.2020

Lagðar fram til kynningar fyrir ráðið niðurstöður atvinnulífskönnunar sem framkvæmd var í nóvember 2019.

Niðurstöður könnunarinnar eru með mjög svipuðu sniði og niðurstöður fyrri ára sem er gleðiefni.

Lagt fram til kynningar