Átak í merkingu gönguleiða

Málsnúmer 202004070

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 942. fundur - 30.04.2020

Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi, kom inn á fundinn kl. 14:10.

Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands dagsett 15. apríl 2020 þar sem Markaðsstofan vill koma á framfæri hugmynd um átak í merkingu gönguleiða á Norðurlandi.
Átakið hefur tvíþættan tilgang. Annars vegar að styrkja innviði ferðaþjónustunnar á Norðurlandi og hins vegar til að vekja athygli á þeim fjölda gönguleiða sem eru í boði á Norðurlandi.

Óskað er eftir því að sveitarfélög staðfesti þátttöku í verkefninu fyrir 30. apríl næstkomandi.

Byggðaráð samþykkir samhljóða þátttöku í verkefni Markaðsstofunnar um átak í merkingu gönguleiða á Norðurlandi.

Byggðaráð felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að fylgja málinu eftir í samráði atvinnumála- og kynningarráðs og við Ferðafélag Svarfdæla.

Atvinnumála- og kynningarráð - 53. fundur - 06.05.2020

Byggðaráð samþykkti á fundi sínum þann 30. apríl sl. að taka þátt í átaki á merkingum gönguleiða á vegum Markaðsstofu Norðurlands
Atvinnumála- og kynningaráð fagnar því að taka eigi þátt í þessu átaki á vegum Markaðsstofu Norðurlands.

Sveitarstjórn - 325. fundur - 12.05.2020

Á 942. fundi byggðaráðs þann 30. apríl 2020 var eftirfarandi bókað:
"Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi, kom inn á fundinn kl. 14:10.

Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands dagsett 15. apríl 2020 þar sem Markaðsstofan vill koma á framfæri hugmynd um átak í merkingu gönguleiða á Norðurlandi.
Átakið hefur tvíþættan tilgang. Annars vegar að styrkja innviði ferðaþjónustunnar á Norðurlandi og hins vegar til að vekja athygli á þeim fjölda gönguleiða sem eru í boði á Norðurlandi.

Óskað er eftir því að sveitarfélög staðfesti þátttöku í verkefninu fyrir 30. apríl næstkomandi.

Byggðaráð samþykkir samhljóða þátttöku í verkefni Markaðsstofunnar um átak í merkingu gönguleiða á Norðurlandi.

Byggðaráð felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að fylgja málinu eftir í samráði atvinnumála- og kynningarráðs og við Ferðafélag Svarfdæla."

Undir þessum lið tók til máls:
Katrín Sigurjónsdóttir
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

Atvinnumála- og kynningarráð - 54. fundur - 05.06.2020

Á 942. fundi byggðaráðs þann 30. apríl 2020 var eftirfarandi bókað:
"Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi, kom inn á fundinn kl. 14:10.

Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands dagsett 15. apríl 2020 þar sem Markaðsstofan vill koma á framfæri hugmynd um átak í merkingu gönguleiða á Norðurlandi.
Átakið hefur tvíþættan tilgang. Annars vegar að styrkja innviði ferðaþjónustunnar á Norðurlandi og hins vegar til að vekja athygli á þeim fjölda gönguleiða sem eru í boði á Norðurlandi.

Óskað er eftir því að sveitarfélög staðfesti þátttöku í verkefninu fyrir 30. apríl næstkomandi.

Byggðaráð samþykkir samhljóða þátttöku í verkefni Markaðsstofunnar um átak í merkingu gönguleiða á Norðurlandi.

Byggðaráð felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að fylgja málinu eftir í samráði atvinnumála- og kynningarráðs og við Ferðafélag Svarfdæla."

Félagar úr ferðafélagi Svarfdæla voru boðaðir á fund ráðsins. Mætt frá félaginu, Dóróþea Reimarsdóttir og Kristján Hjartarson sem komu inn á fundinn kl. 09:00.
Málin varðandi merkingar þeirra leiða sem til eru nú þegar og möguleikar á nýrri gönguleið ræddir.
Atvinnumála- og kynningaráð þakkar fulltrúum ferðafélagsins fyrir góðan og upplýsandi fund og leggur til að Ferðafélag Svarfdæla komi árlega inn á fund ráðsins í apríl.