Frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar; Kortlagning og gangasöfnun v-iðnaðarlóða

Málsnúmer 201905088

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 907. fundur - 16.05.2019

Tekinn fyrir rafpóstur frá AFE dags 8.maí 2019 þar sem leitað er eftir áhuga sveitarfélagsins á að leggja upplýsingar um iðnaðarlóðir ásamt innviðagreiningu í gagnabanka hjá AFE yfir vænlegar staðsetningar undir orkufreka starfsemi í Eyjafirði en líklegt er að aukin raforka komi inn á Eyjafjarðarsvæðið árið 2022.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis-og tæknisviðs og sviðsstjóra veitu-og hafnasviðs að taka saman lista yfir iðnaðarlóðir í sveitarfélaginu ásamt innviðagreiningu og leggja fyrir byggðaráð á næsta fundi.

Byggðaráð - 908. fundur - 23.05.2019

Á 907. fundi byggðaráðs þann 16. maí 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá AFE dags 8.maí 2019 þar sem leitað er eftir áhuga sveitarfélagsins á að leggja upplýsingar um iðnaðarlóðir ásamt innviðagreiningu í gagnabanka hjá AFE yfir vænlegar staðsetningar undir orkufreka starfsemi í Eyjafirði en líklegt er að aukin raforka komi inn á Eyjafjarðarsvæðið árið 2022. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis-og tæknisviðs og sviðsstjóra veitu-og hafnasviðs að taka saman lista yfir iðnaðarlóðir í sveitarfélaginu ásamt innviðagreiningu og leggja fyrir byggðaráð á næsta fundi. "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sviðsstjóranna, dagsett þann 21. maí 2019, hvað varðar kortlagningu iðnaðarlóða í Dalvíkurbyggð samkvæmt gildandi Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar. Þrjú svæði koma til greina að þeirra mati; Svæði 649 - I; iðnaðarsvæði á Hrísamóum við Dalvík, svæði 805 - I; svæði ofan Árskógssands; svæði 755-Íb; svæði norðan Hauganess.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda samantekt og leggur til að skýringarmyndir fylgi með til upplýsingar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 50. fundur - 15.01.2020

Á árinu 2019 vann Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar að samantekt á iðnaðarlóðum á starfssvæði Eyþings m.a. vegna fyrirspurna um lóðir fyrir gagnaver.

Nú liggur fyrir lokaskýrsla AFE um gagnaver á starfssvæði AFE og í henni samantekt á iðnaðarlóðum á svæðinu. Skýrslan fylgdi með fundarboði til kynningar.
Lagt fram til kynningar.