Samstarfstækifæri í Póllandi í gegnum EES uppbyggingarsjóðinn.

Málsnúmer 201910023

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 923. fundur - 09.10.2019

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsettur 20. september 2019 þar sem fram kemur að samkvæmt stefnumörkun kjörtímabilsins á sambandið að vinna að því að sveitarfélög geti nýtt sér samstarfstækifæri í gegnum EES-uppbyggingarsjóðinn.

Pólland er eitt áhugaverðasta samstarfslandið. Bæði vegna þess að það er stærsta styrkþegalandið og vegna þess að í íslenskum sveitarfélögum búa margir íbúar af pólskum uppruna. Hvatt er til þess að sveitarfélög kynni sér samstarfsmöguleika og tækifæri í gegnum sjóðinn.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til atvinnumála- og kynningarráðs.

Atvinnumála- og kynningarráð - 48. fundur - 08.11.2019

Á 923. fundi Byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsettur 20. september 2019 þar sem fram kemur að samkvæmt stefnumörkun kjörtímabilsins á sambandið að vinna að því að sveitarfélög geti nýtt sér samstarfstækifæri í gegnum EES-uppbyggingarsjóðinn.

Pólland er eitt áhugaverðasta samstarfslandið. Bæði vegna þess að það er stærsta styrkþegalandið og vegna þess að í íslenskum sveitarfélögum búa margir íbúar af pólskum uppruna. Hvatt er til þess að sveitarfélög kynni sér samstarfsmöguleika og tækifæri í gegnum sjóðinn.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til atvinnumála- og kynningarráðs.
Atvinnumála- og kynningarráð kynnir sér samstarfsmöguleika og tækifæri sem gefast í gegnum sjóðinn fyrir næsta umsóknarár en umsóknarfrestur þessa árs er þegar liðinn.