Skýrsla flugklasans Air 66N

Málsnúmer 201803105

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 33. fundur - 04.04.2018

Tekin fyrir skýrsla frá flugklasanum Air66N. Í skýrslunni er farið yfir helstu verkefni flugklasans á tímabilinu 20. okt 2017 - 20. mars 2018, markaðssetningu, flugfélög, innra starf og framtíðaráætlanir.

Helst ber að nefna flugferðir flugfélagsins Super Break frá Bretlandi í janúar og febrúar 2018. Þrátt fyrir ýmsa byrjendahnökra stefnir flugfélagið á áframhaldandi flug til Akureyri næsta vetur og hyggst auka brottfarirnar úr 15 upp í 30. Þá lítur út fyrir að ILS aðflugsbúnaður verði settur upp haustið 2018 en hann er talinn nauðsynlegur til að auðvelda lendingar stærri véla á Akureyrarvelli.

Til kynningar.

Byggðaráð - 862. fundur - 05.04.2018

Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsettur þann 27. mars 2018, þar sem kynnt er skýrsla flugklasans um starfið undanfarna mánuði.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 883. fundur - 17.10.2018

Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 10. október 2018 frá Markaðsstofu Norðurlands þar sem kynnt er skýrsla um starf Flugklasans Air 66N síðustu mánuði.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 903. fundur - 11.04.2019

Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsettur þann 4. apríl 2019, þar sem kynnt er skýrsla um starf Flugklasans Air 66N síðustu mánuði. Formlegt erindi um áframhaldandi þátttöku sveitarfélaga í Flugklasanum til næstu ára verður sent út á næstunni.
Byggðaráð vísar ofangreindu til atvinnumála- og kynningarráðs til upplýsingar og skoðunar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 44. fundur - 08.05.2019

Á 903. fundi byggðaráðs þann 11. apríl 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsettur þann 4. apríl 2019, þar sem kynnt er skýrsla um starf Flugklasans Air 66N síðustu mánuði. Formlegt erindi um áframhaldandi þátttöku sveitarfélaga í Flugklasanum til næstu ára verður sent út á næstunni.
Byggðaráð vísar ofangreindu til atvinnumála- og kynningarráðs til upplýsingar og skoðunar."

Til umræðu ofngreint.
Lagt fram til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 48. fundur - 08.11.2019

Farið yfir innsenda skýrslu frá Markaðsstofu Norðurlands um starf Flugklasans Air 66N síðustu mánuði.

Undir sama lið fer formaður atvinnumála- og kynningarráðs yfir punkta frá ´Flug til framtíðar´ ? málþingi og vinnustofu um millilandaflug sem haldin var í Hofi á Akureyri 15. október sl.
Skýrsla flugklasans lögð fram til kynningar fyrir ráðið.
Formaður fór síðan yfir punkta sína frá málþinginu en hann sótti þingið fyrir hönd Atvinnumála- og kynningarráðs.