Sumarsirkus í Bergi

Húlladúllan heimsækir Dalvík í ár og býður upp á vikulangt sirkusnámskeið fyrir börn 8 ára og eldri! Við munum kynnast töfrum sirkuslistanna og læra að setja saman stutt sirkus- og trúðaatriði, bæði ein og í samvinnu við félaga okkar. Áhersla er lögð á sköpunargleði, samvinnu og það að þáttakendur uppgötvi eigin styrkleika. Í lok námskeiðs setjum við saman litla sýningu og bjóðum fjölskyldu og vinum í heimsókn að sjá okkur leika listir okkar. Eftir sýninguna gefum við svo áhorfendum færi á að prófa með ungu listamönnunum og Húlladúllunni ýmsar sirkuskúnstir.

Sirkuslistirnar styrkja líkamlega getu, jafnvægi og liðleika en þroska líka einbeitingu, styrkja sjálfsmynd og kveikja í ímyndunarafli og sköpunargleði.

Kennt verður í Bergi dagana 29. júlí til 2. ágúst frá kl. 13:00 til  17:00. Verð 18.000, 10% systkinaafsláttur. Skráning: https://forms.gle/iTRkbsf19ghEBZPT8