Námskeið - Hvað vil ég?

Námskeið - Hvað vil ég?
"Á námskeiðinu 'Hvað vil ég?' eru þátttakendur leiddir áfram með hugleiðslu, aðferðum markþjálfunar og léttum æfingum til að finna út hverjir þeir eru og hvert þá langar til að stefna.
 
Leiðbeinendur og höfundar námskeiðsins eru Guðrún Þóra Arnardóttir og Telma Ýr Óskarsdóttir. 
- Guðrún Þóra er markþjálfi og lögfræðingur. Hennar ástríða er að hjálpa fólki að finna sína hamingju á þeirra eigin forsendum. 
- Telma Ýr er markþjálfi, leiklistarkennari og heilari. Hennar ástríða er að hjálpa fólki að vera besta útgáfan af sjálfu sér.
 
Skráning og/eða frekari upplýsingar á hopmarkthjalfun@gmail.com