Láttu þér líða vel í Bergi

Láttu þér líða vel í Bergi
Sigga og Grétar koma til Dalvíkur 18. júní með skemmtilega tónleika-dagskrá og syngja öll sín uppáhalds lög og segja skemmtilegar sögur.
 
Þau eru spennt að stíga aftur á svið eftir langt hlé. Miðasalan fer fram í gegnum Menningarhúsið Berg. Hægt verður að panta miða í gegnum facebook skilaboð á síðu menningarhússins eða í gegnum netfangið: bjork@dalvikurbyggd.is. Taka skal fram hversu marga miða fólk vill og þá fær það upplýsingar um greiðsluleiðir.
 
Takmarkað sætapláss í boði og því mikilvægt að tryggja sér miða í tíma.
 
Tónleikarnir hefjast kl. 20:30.
Miðaverð er 4.990
 
Hlökkum til að sjá ykkur!